Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 29
„ h a r ð u r k i r k j u b e k k u r“ TMM 2013 · 4 29 holds og „anda“ í kristinni hugmyndafræði. Líkingin í fyrri hluta erindisins þar sem „tær hugur“ hvílir í „kúptu skríni“ kallast á við skrín sem sögð eru geyma helga dóma svokallaða, það er að segja leifar kónga eða biskupa eða hluti úr þeirra eigu. Þar með er eins víst að á lesendur leiti tengsl kristninnar við valdhafa, og mýtusköpun hennar í þágu þeirra; svo ekki sé talað um að huganum er breytt í blæti og holdið, hinn kviki veruleiki, hulinn svörtu klæði.11 En jafnframt hlýtur þá sjálf formgerð erindisins – myndin af klerki í tveimur pörtum – að minna á hverjir skilja höfuð frá bol. Viðbrögðin láta ekki á sér standa: maður skynjar sársauka þess sem skorinn er, um mann fer hryllingur, og kannski sektarkennd, þar sem maður stendur í hlutverki böðulsins, þess sem tekur að sér að framkvæma ofbeldishugsun menn- ingarinnar; í sömu mund sér maður sjálfan sig fyrir sér líkt og Ara fróða „í sláturtíð“12, skynjar atganginn, sletturnar, gorið, lyktina, og maður hlær að afhelguninni – þó naumast skærum hlátri. En ekki hefur hláturinn fyrr krimt í manni en skil verða í ljóðinu og þess er skammt að bíða að ljóðmælandi birtist í eigin persónu. Hann er ekki bara kona eins og ég nefndi fyrr, heldur kona sem hrörnunin er tekin að setja mark sitt á. Og aldurinn skiptir máli þegar hún lýsir skynjun sinni, hugsun og kenndum: andi og efni harður kirkjubekkur tekur æ meira í Sjónarhornið er mjög í anda Bakhtíns, þegar ýtt er undir að lesendur ímyndi sér fyrst af öllu afturendann á ljóðmælanda eða finni hvernig strengirnir læðast frá rassi uppí hrygg. Ekki dregur úr þegar líkingar birtast sem tengjast hringrás náttúrunnar. með hverjum árhring bregst hugur minn við nýrri skynjun hnignandi líkama þegar öldurót blóðsins sjatnar fylgi ég eftir undirgefin skynjun nemur lendur huga En hinn holdbundni eða líkamsmótaði hugur er líka í brennidepli og einkar nærfærin er lýsingin á því hvernig hin uppreisnargjarna kona verður „undir- gefin“ líkamsskynjun sinni þegar dregur úr hormónastarfsemi hennar. Margt er líka tvíbent í samhenginu og leikið ofurfínt á tilfinningar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.