Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 34
A l i c e M u n r o 34 TMM 2013 · 4 Þegar hún fór af stað með undirbúninginn var öllu nema því allra nauðsynlegasta sópað burtu. Ódýrasta gerð af kistu, tafarlaust ofan í jörðina, engin athöfn af neinu tagi. Útfararstjórinn hafði gefið í skyn að þetta væri ólöglegt en þau Rich höfðu verið með allar staðreyndir á hreinu. Þau öfluðu sér upplýsinga næstum því ári áður þegar endanleg greining á krabbameininu hennar lá fyrir. „Hvernig átti ég að vita að hann myndi stela frá mér senunni?“ hafði hún sagt. Fólk hafði ekki átt von á hefðbundinni athöfn en það hlakkaði til að upp- lifa nútímalega samkomu þar sem lífinu væri fagnað. Uppáhaldstónlistin hans spiluð og allir héldust í hendur og segðu sögur sem vitnuðu um ágæti Rich um leið og gert væri góðlátlegt grín að sérvisku hans og fyrirgefan- legum göllum hans. Einmitt eitthvað svona sem Rich hafði sagst hafa ímugust á. Þannig að þetta fór allt fram með hraði og í kyrrþey og brátt tók hin almenna og ástúðlega athygli sem Nita fann fyrir að réna þó að hún þættist svo sem vita að einhverjir segðust enn hafa áhyggjur af henni. Þannig töluðu þó ekki Virgie og Carol. Þær sögðu bara að ef hún ætlaði að fara að hrökkva upp af núna, áður en hún nauðsynlega þyrfti, væri hún eigingjörn tík. Og að þær ætluðu að banka upp á hjá henni á næstunni og hressa hana við með Gray Goose vodka. Hún sagði þeim að hún væri ekki að fara að hrökkva upp af þó að reyndar þætti henni það að vissu leyti vera rökrétt. Krabbameinið var „í rénun“, hvað sem það nú annars þýddi. Þetta táknaði ekki að það væri horfið. Að minnsta kosti ekki fyrir fullt og allt. Lifrin var aðalaðgerðasvæðið og svo lengi sem hún hélt sig við nartið kvartaði lifrin ekki. Það hefði bara gert vinkonur hennar daprar að minna þær á að hún mætti ekki einu sinni fá sér léttvín, hvað þá vodka. Geislameðferðin í vor hafði þá gert henni eitthvað gott eftir allt saman. Núna er hásumar. Gulan í andlitinu virðist hafa gefið eftir en kannski er það bara að hún hefur vanist henni. Hún fer snemma á fætur og þvær sér og klæðir sig í þau föt sem eru hendi næst. En hún klæðir sig þó og þvær sér, burstar tennurnar og greiðir hárið sem hefur vaxið ágætlega undanfarið, grátt í kringum andlitið og grátt að aftan, eins og það var áður. Hún litar á sér varirnar og málar augabrýnnar sem eru núna þunnar. Af ævilangri virðingu fyrir grönnu mitti kannar hún árangur sinn á því sviði þó að hún viti að rétta lýsingin á henni núna er ein- faldlega „horuð“. Hún situr í rúmgóða hægindastólnum sínum með bókastafla og óskoðuð tímarit í kringum sig. Hún sötrar varlega úr krúsinni dauft jurtate sem núna kemur í staðinn fyrir kaffi. Einu sinni hélt hún að hún gæti ekki lifað án kaffis en svo hefur komið í ljós að það er bara heit krúsin sem hún þarf að hafa í höndunum, krúsin er það sem heldur hugsununum gangandi eða hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.