Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 36
A l i c e M u n r o 36 TMM 2013 · 4 lokkað Rich í ástarleik þarna úti, þó auðvitað ekki á sjálfum járnbrautatein- unum heldur á mjóum grasivöxnum kantinum fyrir ofan þá, og svo höfðu þau klöngrast aftur niður óumræðilega ánægð með sjálf sig. Á hverjum morgni, fyrst eftir að hún settist í hægindastólinn, hugsaði hún vandlega um þá staði þar sem Rich var ekki núna. Hann var ekki í litla bað- herberginu þar sem rakáhöldin hans voru ennþá ásamt lyfjunum sem hann neitaði að fleygja og skrifað hafði verið upp á gegn ýmsum óþægilegum en ekki alvarlegum kvillum. Hann var ekki inni í svefnherbergi þar sem hún hafði rétt áðan verið að búa um. Ekki var hann heldur í stóra baðherberginu þangað sem hann hafði bara farið til að baða sig í baðkarinu. Eða í eldhúsinu sem aðallega hafði verið hans umráðasvæði síðasta árið. Hann var auðvitað ekki á hálfskröpuðum pallinum, í þann veginn að fara að horfa stríðnislega inn um gluggann á hana, sem á yngri árum hefði verið vís til að bregðast við með því að þykjast byrja að strippa eins og fatafella. Hann var ekki heldur í vinnuherberginu. Af öllum stöðum skynjaði hún fjarveru hans mest þar. Fyrst hafði henni þótt nauðsynlegt að opna dyrnar og standa þarna inni, skoða pappírsstaflana, hrörlega tölvuna, skjalahrúgurnar, opnar bækurnar sem lágu á hvolfi og líka þær sem troðfylltu hillurnar. Núna nægði henni að sjá þessa hluti fyrir sér í huganum. Einhvern daginn þyrfti hún að fara inn í herbergið aftur. Henni fannst það vera innrás. Hún þyrfti að ráðast inn í huga látins eiginmanns síns. Aldrei hafði hún hugsað út í þennan möguleika. Henni hafði alltaf fundist Rich vera svo duglegur og traustur, nærvera hans hlaðin orku, að hún hélt alltaf að hann myndi lifa hana. Í fyrra hætti þetta að vera kjánaleg hugsun og breyttist í bjargfasta vissu. Fyrst þurfti hún að einbeita sér að kjallaranum. Þetta var alvöru kjall- ari, ekki niðurgrafin hæð. Gönguleið var vörðuð plönkum yfir jarðgólfið og köngulóarvefir þöktu gluggaborurnar. Þarna niðri var ekki neitt sem hún myndi nokkurn tíma þurfa á að halda. Bara hálffullar máningardósir sem Rich hafði átt, mislangar fjalir og verkfæri sem voru ýmist nothæf eða tímabært var að fleygja. Einu sinni frá því Rich dó hafði hún gengið tröpp- urnar þarna niður, til að fullvissa sig um að öryggisrofarnir væru á sínum stað og áletraðir miðarnir sem sögðu hvaða öryggi ætti við hvað í húsinu. Þegar hún kom upp aftur setti hún slagbrandinn fyrir að venju, eldhúsmegin. Rich hafði oft strítt henni út af þessu og spurt hvað hún héldi eiginlega að gæti komist inn, í gegnum steinveggina og gluggaborurnar, til að hrella þau. Þrátt fyrir allt yrði auðveldast að byrja á kjallaranum, hundrað sinnum auðveldara en vinnuherberginu. Vissulega bjó hún alltaf um rúmið og gekk frá eftir sig í eldhúsinu og baðherberginu en allsherjar tiltekt var henni um megn. Hún fékk sig varla til að henda ónýtri bréfaklemmu eða segulplatta sem ekki gat hangið lengur á ísskápshurðinni, hvað þá írsku smápeningunum sem hún og Rich höfðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.