Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 36
A l i c e M u n r o
36 TMM 2013 · 4
lokkað Rich í ástarleik þarna úti, þó auðvitað ekki á sjálfum járnbrautatein-
unum heldur á mjóum grasivöxnum kantinum fyrir ofan þá, og svo höfðu
þau klöngrast aftur niður óumræðilega ánægð með sjálf sig.
Á hverjum morgni, fyrst eftir að hún settist í hægindastólinn, hugsaði hún
vandlega um þá staði þar sem Rich var ekki núna. Hann var ekki í litla bað-
herberginu þar sem rakáhöldin hans voru ennþá ásamt lyfjunum sem hann
neitaði að fleygja og skrifað hafði verið upp á gegn ýmsum óþægilegum en
ekki alvarlegum kvillum. Hann var ekki inni í svefnherbergi þar sem hún
hafði rétt áðan verið að búa um. Ekki var hann heldur í stóra baðherberginu
þangað sem hann hafði bara farið til að baða sig í baðkarinu. Eða í eldhúsinu
sem aðallega hafði verið hans umráðasvæði síðasta árið. Hann var auðvitað
ekki á hálfskröpuðum pallinum, í þann veginn að fara að horfa stríðnislega
inn um gluggann á hana, sem á yngri árum hefði verið vís til að bregðast við
með því að þykjast byrja að strippa eins og fatafella.
Hann var ekki heldur í vinnuherberginu. Af öllum stöðum skynjaði hún
fjarveru hans mest þar. Fyrst hafði henni þótt nauðsynlegt að opna dyrnar og
standa þarna inni, skoða pappírsstaflana, hrörlega tölvuna, skjalahrúgurnar,
opnar bækurnar sem lágu á hvolfi og líka þær sem troðfylltu hillurnar. Núna
nægði henni að sjá þessa hluti fyrir sér í huganum.
Einhvern daginn þyrfti hún að fara inn í herbergið aftur. Henni fannst það
vera innrás. Hún þyrfti að ráðast inn í huga látins eiginmanns síns. Aldrei
hafði hún hugsað út í þennan möguleika. Henni hafði alltaf fundist Rich
vera svo duglegur og traustur, nærvera hans hlaðin orku, að hún hélt alltaf að
hann myndi lifa hana. Í fyrra hætti þetta að vera kjánaleg hugsun og breyttist
í bjargfasta vissu.
Fyrst þurfti hún að einbeita sér að kjallaranum. Þetta var alvöru kjall-
ari, ekki niðurgrafin hæð. Gönguleið var vörðuð plönkum yfir jarðgólfið
og köngulóarvefir þöktu gluggaborurnar. Þarna niðri var ekki neitt sem
hún myndi nokkurn tíma þurfa á að halda. Bara hálffullar máningardósir
sem Rich hafði átt, mislangar fjalir og verkfæri sem voru ýmist nothæf eða
tímabært var að fleygja. Einu sinni frá því Rich dó hafði hún gengið tröpp-
urnar þarna niður, til að fullvissa sig um að öryggisrofarnir væru á sínum
stað og áletraðir miðarnir sem sögðu hvaða öryggi ætti við hvað í húsinu.
Þegar hún kom upp aftur setti hún slagbrandinn fyrir að venju, eldhúsmegin.
Rich hafði oft strítt henni út af þessu og spurt hvað hún héldi eiginlega að
gæti komist inn, í gegnum steinveggina og gluggaborurnar, til að hrella þau.
Þrátt fyrir allt yrði auðveldast að byrja á kjallaranum, hundrað sinnum
auðveldara en vinnuherberginu.
Vissulega bjó hún alltaf um rúmið og gekk frá eftir sig í eldhúsinu og
baðherberginu en allsherjar tiltekt var henni um megn. Hún fékk sig varla
til að henda ónýtri bréfaklemmu eða segulplatta sem ekki gat hangið lengur
á ísskápshurðinni, hvað þá írsku smápeningunum sem hún og Rich höfðu