Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 38
A l i c e M u n r o 38 TMM 2013 · 4 „Ég ætlaði ekki að láta þér bregða,“ sagði hann. „Ég var að leita að dyrabjöllu eða einhverju. Ég bankaði aðeins hérna á dyrastafinn en líklega heyrðirðu ekki í mér.“ „Afsakið,“ sagði hún. „Ég á víst að kíkja á rafmagnið hjá þér. Ef þú gætir vísað mér á töfluna.“ Hún vék til hliðar og hleypti honum inn. Hún hugsaði sig um eitt augnablik. „Já. Í kjallaranum,“ sagði hún. „Ég skal kveikja ljósið. Þú finnur þetta.“ Hann lokaði dyrunum á eftir sér og beygði sig niður til að fara úr skónum. „Þetta er óþarfi,“ sagði hún. „Það er ekki eins og rigni núna.“ „Get alveg eins farið úr þeim samt. Þetta er vani hjá mér. Þó að ég ati ekki út hjá þér gólfin gæti ég skilið eftir mig rykför.“ Hún fór inn í eldhús, treysti sér ekki til að setjast niður fyrr en hann væri farinn. Hún opnaði fyrir honum dyrnar inn í eldhús þegar hann kom aftur upp tröppurnar úr kjallaranum. „Allt í lagi?“ sagði hún. „Þú hefur fundið þetta?“ „Allt í fína.“ Hún var að fylgja honum aftur að útidyrunum þegar rann upp fyrir henni að það var ekkert fótatak að baki henni. Hún sneri sér við og sá að hann stóð ennþá í eldhúsinu. „Gætirðu nokkuð græjað eitthvað handa mér að borða?“ Rödd hans hafði breyst, það var kominn brestur í hana, hún var orðin skrækari og minnti hana á grínista í sjónvarpinu að herma eftir sveitamönnum. Í birtunni frá þakglugganum sem baðaði eldhúsið sá hún að hann var ekki eins ungur og hún hafði haldið. Þegar hún opnaði útidyrnar áðan sá hún bara grannvaxinn líkama en andlitið var myrkvað í glampa morgunbirtunnar. Núna sá hún að líkami hans var vissulega grannvaxinn en fremur slitinn en drengjalegur, og hann bar sig hengilmænulega. Hann var langleitur í framan og húðin gróf, ljósblá augun útstæð. Í svipnum var kerskni en líka þrjóska þess sem er vanur að fara sínu fram. „Það vill svo til að ég er með sykursýki“, sagði hann. „Ég veit ekki hvort þú þekkir einhvern með sykursýki en staðreyndin er sú að ef maður verður svangur þá verður maður að borða. Annars fer kerfið allt úr skorðum. Ég hefði átt að borða áður en ég kom en ég var að flýta mér. Er þér sama þó að ég setjist niður?“ Hann var þegar sestur við eldhúsborðið. „Áttu nokkuð kaffi?“ „Ég á te. Jurtate. Viltu það?“ „Jájá. Endilega.“ Hún skammtaði te í síu, setti ketilinn í samband og opnaði ísskápinn. „Ég er ekki með mikið hérna“, sagði hún. „Eitthvað af eggjum. Stundum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.