Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 41
E i t u r TMM 2013 · 4 41 „Það sjást eiginlega aldrei lestir hérna.“ „Jæja. Gott. Ég fór niður í skurðinn sem liggur í kringum suma af þessum vangefnu litlu bæjum. Svo birti af degi og mér var ennþá óhætt nema þar sem teinarnir lágu yfir veginn og þá hljóp ég. Svo leit ég í áttina hingað og sá húsið og bílinn og sagði við sjálfan mig: þetta er málið. Ég hefði getað tekið bílinn hans pabba gamla en ég er enn með smá glóru í hausnum, sko.“ Hún vissi að hann vildi að hún spyrði sig hvað hann hefði gert af sér. Hún vissi líka að því minna sem hún vissi því betra. Allt í einu varð henni hugsað til krabbameinsins, í fyrsta skipti síðan hann kom inn í húsið. Hún hugsaði með sér að krabbinn frelsaði hana, gerði hana óhulta. „Hvers vegna brosirðu?“ „Ég veit það ekki. Brosti ég?“ „Þú hefur örugglega gaman af sögum. Á ég að segja þér sögu?“ „Ég vil frekar að þú farir.“ „Ég fer. En fyrst segi ég þér sögu.“ Hann stakk hendi í rassvasann. „Hérna. Sjáðu þessa mynd hérna.“ Þetta var ljósmynd af þremur manneskjum, tekin í stofu og blómagardínur í bakgrunni. Gamall maður – eða ekki mjög gamall, kannski á sjötugsaldri – og kona á svipuðum aldri sátu í sófa. Mjög stór og mikil kona sat í hjólastól þétt upp við annan enda sófans og örlítið framan við hann. Gamli maðurinn var breiðleitur og gráhærður, augun voru pírð og munnurinn dálítið opinn, eins og hann væri með asma, en hann brosti eins vel og hann gat. Gamla konan var mun minni, með hárið litað brúnt og varalit. Hún var klædd í það sem áður var kallað bændablússa, mussu með litlum rauðum slaufum um úlnliðina og hálsinn. Hún brosti ákveðið, jafnvel ákaflega, varirnar huldu kannski ljótar tennur. En það var unga konan sem dró að sér athyglina. Fjarlæg og risavaxin, í björtum og víðum kjól, dökkt hárið uppsett með litlum krullum yfir enn- inu, kinnarnar löfðu niður á háls. Og þrátt fyrir allt þetta bungandi hold var lymskufullur ánægjusvipur á andlitinu. „Þetta er móðir mín og þetta er faðir minn. Og þetta er systir mín, Madelaine. Í hjólastólnum. Hún fæddist skrýtin. Ekkert sem neinn læknir eða neinn annar hefur getað gert fyrir hana. Og hún át eins og svín. Alveg frá því ég man eftir mér hefur verið slæmt á milli okkar. Hún var fimm árum eldri en ég og gerði ekki annað en að kvelja mig. Kastaði öllu lauslegu í mig, hrinti mér og reyndi að keyra yfir mig á helvítis hjólastólnum. Afsakaðu orðbragðið.“ „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig. Og fyrir foreldra þína.“ „Hmh. Þau lögðust bara kylliflöt og létu hana traðka á sér. Þau fóru með hana í kirkjuna og presturinn sagði bara að hún væri guðsgjöf. Þau fóru með hana í þessa kirkju og hún vælir eins og einhver fokking breimandi köttur og þau sögðu: Ó, hún er að reyna að búa til tónlist, ó guð fokking blessi hana. Afsakaðu orðbragðið aftur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.