Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 51
Þ j ó ð a r s á l i n í k j ö l fa r f j á r m á l a h r u n s
TMM 2013 · 4 51
sem ofbeldi hefur verið beitt með þeim hrikalegu afleiðingum sem það hefur
í för með sér, hvort sem það er líkamlegt, sálrænt, félagslegt eða jafnvel fjár-
hagslegt eins og fram kemur í svikum, fölsunum og/eða beinum ránum.3
Öryggisleysi, sorg, lömun, blygðun og reiði eru dæmigerðar tilfinningar
þolenda. Afneitun er á hinn bóginn frumlæg viðbrögð geranda í ofbeldisað-
stæðum.
„Tráma“ í lífi þjóðar er á hinn bóginn ógnþrunginn atburður og ekki ber
að fella fleira undir það hugtak en brýna nauðsyn ber til. Félagslegt „tráma“
er eitt af þeim orðum sem eru of dýr til að heimilt sé að gengisfella þau.
Ekki er raunhæft að líkja Hruninu 2008 við vopnuð átök eða styrjaldir sem
margar þjóðir hafa gengið í gegnum á síðari áratugum. Þá eru ljósár milli
þess og þeirra þjóðernis- og/eða stjórnmálahreinsana sem ýmis samfélög
máttu þola á 20. öld. Því ber ekki að nota hugtakið „tráma“ um Hrunið
hér á landi. Þetta mælir ekki gegn því að Hrunið hafi verið „trámatískur“
atburður í lífi fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem misstu atvinnu, heimili,
ævisparnað eða urðu fyrir öðrum alvarlegum persónulegum skakkaföllum.
Á fundi Vísindafélagsins var þeirri spurningu varpað fram úr sal hvort
Hrunið hér geti talist „tráma“ og ef svo sé hvort það hafi þá verið „nægi-
lega djúpt…“ (væntanlega til að leiða til róttæks uppgjörs). Svarið við fyrri
lið spurningarinnar er þegar komið fram. Svarið við síðari liðnum er að
líkindum einnig neikvætt. Ekkert bendir t.d. til að fyrrgreind gildaskrá þjóð-
fundarins 2010 hafi náð fram að ganga í íslensku samfélagi. Okkur miðar
hægt og bítandi gegnum þá efnahagskreppu sem hér varð og í að ná upp
hagvexti að nýju. Á fundinum benti „fulltrúi“ hagfræðinnar raunar á að
hagtölur sýndu að viðsnúningur hafi þegar orðið og kreppan sem fræðilega
skilgreint fyrirbæri væri þar með að baki. Samfélag okkar einkennist á hinn
bóginn ekki af jafnrétti, lýðræði, heiðarleika, mannréttindum, réttlæti,
virðingu, frelsi og ábyrgð í ríkari mæli nú en almennt gerðist fyrir Hrun. Það
virðist því ekki hafa orðið „nægilega djúpt“ til að leiða til eiginlegs uppgjörs.
Hér hefur niðurstaðan þó orðið að Hrunið 2008 hafi verið meira en fjár-
málahrun. Um hafi verið að ræða félagslega kreppu eða „krísu“. Það er vís-
bending um að guðfræðin kunni að hafa sitthvað fram að færa í orðræðu um
það sem máli skiptir við uppgjörið.
Hvað er guðfræði – aðkoma hennar og verkfæri?
Áður en lengra er haldið verður gerð stutt grein fyrir guðfræðinni, helstu
verkfærum hennar og starfsaðferðum til að varpa ljósi á hvaða aðkomu hún
geti átt að orðræðu um veraldleg fyrirbæri á borð við Hrunið 2008.
Líta má svo á að guðfræði sé öðru fremur þýðingar- og túlkunarfræði
er vinni með forna helgitexta hinnar hebresku og kristnu ritningar (þ.e.
Biblíunnar eða Gamla og Nýja testamentisins). Auk þess að þýða textana
yfir á þjóðtungur og túlka þá út frá upprunalegu félags- og menningarlegu