Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 51
Þ j ó ð a r s á l i n í k j ö l fa r f j á r m á l a h r u n s TMM 2013 · 4 51 sem ofbeldi hefur verið beitt með þeim hrikalegu afleiðingum sem það hefur í för með sér, hvort sem það er líkamlegt, sálrænt, félagslegt eða jafnvel fjár- hagslegt eins og fram kemur í svikum, fölsunum og/eða beinum ránum.3 Öryggisleysi, sorg, lömun, blygðun og reiði eru dæmigerðar tilfinningar þolenda. Afneitun er á hinn bóginn frumlæg viðbrögð geranda í ofbeldisað- stæðum. „Tráma“ í lífi þjóðar er á hinn bóginn ógnþrunginn atburður og ekki ber að fella fleira undir það hugtak en brýna nauðsyn ber til. Félagslegt „tráma“ er eitt af þeim orðum sem eru of dýr til að heimilt sé að gengisfella þau. Ekki er raunhæft að líkja Hruninu 2008 við vopnuð átök eða styrjaldir sem margar þjóðir hafa gengið í gegnum á síðari áratugum. Þá eru ljósár milli þess og þeirra þjóðernis- og/eða stjórnmálahreinsana sem ýmis samfélög máttu þola á 20. öld. Því ber ekki að nota hugtakið „tráma“ um Hrunið hér á landi. Þetta mælir ekki gegn því að Hrunið hafi verið „trámatískur“ atburður í lífi fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem misstu atvinnu, heimili, ævisparnað eða urðu fyrir öðrum alvarlegum persónulegum skakkaföllum. Á fundi Vísindafélagsins var þeirri spurningu varpað fram úr sal hvort Hrunið hér geti talist „tráma“ og ef svo sé hvort það hafi þá verið „nægi- lega djúpt…“ (væntanlega til að leiða til róttæks uppgjörs). Svarið við fyrri lið spurningarinnar er þegar komið fram. Svarið við síðari liðnum er að líkindum einnig neikvætt. Ekkert bendir t.d. til að fyrrgreind gildaskrá þjóð- fundarins 2010 hafi náð fram að ganga í íslensku samfélagi. Okkur miðar hægt og bítandi gegnum þá efnahagskreppu sem hér varð og í að ná upp hagvexti að nýju. Á fundinum benti „fulltrúi“ hagfræðinnar raunar á að hagtölur sýndu að viðsnúningur hafi þegar orðið og kreppan sem fræðilega skilgreint fyrirbæri væri þar með að baki. Samfélag okkar einkennist á hinn bóginn ekki af jafnrétti, lýðræði, heiðarleika, mannréttindum, réttlæti, virðingu, frelsi og ábyrgð í ríkari mæli nú en almennt gerðist fyrir Hrun. Það virðist því ekki hafa orðið „nægilega djúpt“ til að leiða til eiginlegs uppgjörs. Hér hefur niðurstaðan þó orðið að Hrunið 2008 hafi verið meira en fjár- málahrun. Um hafi verið að ræða félagslega kreppu eða „krísu“. Það er vís- bending um að guðfræðin kunni að hafa sitthvað fram að færa í orðræðu um það sem máli skiptir við uppgjörið. Hvað er guðfræði – aðkoma hennar og verkfæri? Áður en lengra er haldið verður gerð stutt grein fyrir guðfræðinni, helstu verkfærum hennar og starfsaðferðum til að varpa ljósi á hvaða aðkomu hún geti átt að orðræðu um veraldleg fyrirbæri á borð við Hrunið 2008. Líta má svo á að guðfræði sé öðru fremur þýðingar- og túlkunarfræði er vinni með forna helgitexta hinnar hebresku og kristnu ritningar (þ.e. Biblíunnar eða Gamla og Nýja testamentisins). Auk þess að þýða textana yfir á þjóðtungur og túlka þá út frá upprunalegu félags- og menningarlegu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.