Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 62
H j a l t i H u g a s o n 62 TMM 2013 · 4 gagnrýni af hörku, böðum okkur í gamalgrónu þjóðarstolti og eigum erfitt með að horfast í augu við ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna. Í úrvinnslu á reynslu okkar undanfarin ár verðum við ekki hvað síst að horfast í augu við þetta. Haldbesta og varanlegasta leiðin til að byggja hér upp gróandi þjóð- líf í framtíðinni þarf ekki að felast í að beitt sé viðteknum hagfræðilegum aðferðum til að vinna okkur út úr efnahagsþrengingunum. Varanlegri lausn fæst að líkindum með því að beita markvissari félagslegum og sálfræðilegum aðferðum sem verkað geta jákvætt á „þjóðarsálina“, vakið hana til bjartsýni, vonar, samstöðu og trausts eftir fjármálahrunið en jafnframt vilja til að koma fram sem ábyrg þjóð bæði inn og út á við. Það er von þess sem þetta ritar að guðfræðin hafi upp á ýmislegt að bjóða sem að gagni getur komið við það fjölþætta uppbyggingarstarf. Tilvísanir 1 Bent skal á að í einu bindi í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er fengist við siðferði og starfs- hætti í fjármálakerfinu á grundvelli heimspeki, siðfræði og félagslegrar sálfræði. Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. 8. b. Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis. 2010. 2 Sjá Niðurstöður Þjóðfundar 2010. Slóð: http://www.thjodfundur2010.is/nidurstodur/ (sótt 7. 8. 2013). 3 Í þessu sambandi má minna á lýsingar ýmissa þolenda í „stóra málverkafölsunarmálinu“ en skömm var ein þeirra tilfinninga sem þau töldu sig hafa upplifað er þau komust að raun um að leikið hafði verið á þau. 4 Níkeujátningin. Slóð: http://www2.kirkjan.is/node/86 (sótt 7. 8. 2013). 5 Líta má á 2. vers 1. kap. Fyrstu Mósebókar sem lýsingu á þeirri óreiðu sem ríkti áður en Guð kom skipan á heiminn á sköpunardögunum sex: „Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu …“. 6 1. Mós. 2.19–20. 7 Með Loci communes er átt við ritið Loci communes rerum theologicarum seu hypotyposes theologicae (1521) eftir F. Melanchthon (1497–1560) samverkamann Lúthers. 8 Sjá t.d. Gal 5.19–23. 9 Ástæða þessa mats er sú bernska afstaða sem víða kemur fram nú á dögum að gerandi geti í nær öllum tilvikum beðið þolanda fyrirgefningar sem og að kristilegur eða sammannlegur kærleikur leggi þá skyldu á þolanda að fyrirgefa og þar með sé migjörðin „afskrifuð“ og sættir komnar á. Fyrirgefningarhugmynd kristninnar er f lóknari en svo og verður ekki rædd frekar hér. Aðeins skal bent á að iðrun og fyrirgefning hljóta að haldast í hendur að kristnum skiln- ingi. (Um iðrunina sjá síðar). 10 Mýta er oft viðhaft um helgi- eða goðsagnir í þröngri merkingu. Litið er svo á að þær skýri frá yfirnáttúrulegum heimi og jafnvel skoðaðar sem lygasögur. Hér er hugtakið frekar notað um skýringarsögur, þ.e. sögur sem ætlað er að varpa ljósi á merkingu og/eða tilgang t.d. mann- legrar tilveru eða mannlegra tilfinninga og annarra fyrirbæra. 11 Sjá Opb 21.2. 12 2. Mós. 32. kap. 13 Um þetta er fjallað í 2. Mós. sem ber einnig heitið Exodus. 14 Sjá Síðari Kroníkubók. 15 Minna má á hve sauðaþjófnaður taldist alvarlegt og fyrirlitlegt brot í landbúnaðarsamfélagi fyrri tíma. Hann vóg að framfærslu fólks og samfélagið var varnarlaust gegn honum vegna lausagöngu búfjár. Líta má á fjármálaafbrot sem nútímahliðstæðu sauðaþjófnaðar. 16 Ástæða er til að hugleiða hvers vegna vart nokkur sem kalla má til ábyrgðar í Hruninu hefur reynst viljugur að axla ábyrgð. Líklegast er að skortur á heildstæðri sýn á atburðarásina og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.