Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 62
H j a l t i H u g a s o n
62 TMM 2013 · 4
gagnrýni af hörku, böðum okkur í gamalgrónu þjóðarstolti og eigum erfitt
með að horfast í augu við ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna. Í úrvinnslu á
reynslu okkar undanfarin ár verðum við ekki hvað síst að horfast í augu við
þetta. Haldbesta og varanlegasta leiðin til að byggja hér upp gróandi þjóð-
líf í framtíðinni þarf ekki að felast í að beitt sé viðteknum hagfræðilegum
aðferðum til að vinna okkur út úr efnahagsþrengingunum. Varanlegri lausn
fæst að líkindum með því að beita markvissari félagslegum og sálfræðilegum
aðferðum sem verkað geta jákvætt á „þjóðarsálina“, vakið hana til bjartsýni,
vonar, samstöðu og trausts eftir fjármálahrunið en jafnframt vilja til að
koma fram sem ábyrg þjóð bæði inn og út á við. Það er von þess sem þetta
ritar að guðfræðin hafi upp á ýmislegt að bjóða sem að gagni getur komið við
það fjölþætta uppbyggingarstarf.
Tilvísanir
1 Bent skal á að í einu bindi í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er fengist við siðferði og starfs-
hætti í fjármálakerfinu á grundvelli heimspeki, siðfræði og félagslegrar sálfræði. Aðdragandi
og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. 8. b. Reykjavík: Rannsóknarnefnd
Alþingis. 2010.
2 Sjá Niðurstöður Þjóðfundar 2010. Slóð: http://www.thjodfundur2010.is/nidurstodur/ (sótt 7. 8.
2013).
3 Í þessu sambandi má minna á lýsingar ýmissa þolenda í „stóra málverkafölsunarmálinu“ en
skömm var ein þeirra tilfinninga sem þau töldu sig hafa upplifað er þau komust að raun um að
leikið hafði verið á þau.
4 Níkeujátningin. Slóð: http://www2.kirkjan.is/node/86 (sótt 7. 8. 2013).
5 Líta má á 2. vers 1. kap. Fyrstu Mósebókar sem lýsingu á þeirri óreiðu sem ríkti áður en Guð
kom skipan á heiminn á sköpunardögunum sex: „Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði
yfir djúpinu …“.
6 1. Mós. 2.19–20.
7 Með Loci communes er átt við ritið Loci communes rerum theologicarum seu hypotyposes
theologicae (1521) eftir F. Melanchthon (1497–1560) samverkamann Lúthers.
8 Sjá t.d. Gal 5.19–23.
9 Ástæða þessa mats er sú bernska afstaða sem víða kemur fram nú á dögum að gerandi geti í
nær öllum tilvikum beðið þolanda fyrirgefningar sem og að kristilegur eða sammannlegur
kærleikur leggi þá skyldu á þolanda að fyrirgefa og þar með sé migjörðin „afskrifuð“ og sættir
komnar á. Fyrirgefningarhugmynd kristninnar er f lóknari en svo og verður ekki rædd frekar
hér. Aðeins skal bent á að iðrun og fyrirgefning hljóta að haldast í hendur að kristnum skiln-
ingi. (Um iðrunina sjá síðar).
10 Mýta er oft viðhaft um helgi- eða goðsagnir í þröngri merkingu. Litið er svo á að þær skýri frá
yfirnáttúrulegum heimi og jafnvel skoðaðar sem lygasögur. Hér er hugtakið frekar notað um
skýringarsögur, þ.e. sögur sem ætlað er að varpa ljósi á merkingu og/eða tilgang t.d. mann-
legrar tilveru eða mannlegra tilfinninga og annarra fyrirbæra.
11 Sjá Opb 21.2.
12 2. Mós. 32. kap.
13 Um þetta er fjallað í 2. Mós. sem ber einnig heitið Exodus.
14 Sjá Síðari Kroníkubók.
15 Minna má á hve sauðaþjófnaður taldist alvarlegt og fyrirlitlegt brot í landbúnaðarsamfélagi
fyrri tíma. Hann vóg að framfærslu fólks og samfélagið var varnarlaust gegn honum vegna
lausagöngu búfjár. Líta má á fjármálaafbrot sem nútímahliðstæðu sauðaþjófnaðar.
16 Ástæða er til að hugleiða hvers vegna vart nokkur sem kalla má til ábyrgðar í Hruninu hefur
reynst viljugur að axla ábyrgð. Líklegast er að skortur á heildstæðri sýn á atburðarásina og