Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 66
66 TMM 2013 · 4 Kristín Eiríksdóttir Hundrað og fimmtíu fermetrar á hundrað þúsund kall Þau gátu ekki annað en tekið íbúðina. Hundrað og fimmtíu fermetrar á hundrað þúsund kall var fáránlega vel sloppið. Vinir þeirra hírðust margir hverjir í gluggalausum kjallaraherbergjum og borguðu svipað. Staðsetningin var líka fín, ekki frábær, ekki beinlínis í bænum, en samt ágæt. Leigusalinn virtist líka alveg ákveðinn í að þau væru framtíðarleigjendurnir. Ekkert annað virtist koma til greina. Svo þau sögðust ætla að flytja inn um mánaðamótin. Um leið og þau misstu þrjátíu fermetra risíbúð í Norðurmýrinni sem þau höfðu leigt á hundrað og þrjátíu þúsund síðasta árið. Dóttir eigandans var óvænt á leið heim úr námi og þar sem Dáni og Æsa leigðu svart var ekkert hægt að gera. Þau fengu tvær vikur til að finna sér annað og tæma íbúðina. Guð minn almáttugur, höfðu vinir þeirra, Katla og Gummi, sagt; þið endið í barnaherberginu hjá einhverjum fjarskyldum ættingja. Ástandið hefur versnað síðan þið voruð á leigumarkaðnum. Fyrir ári síðan? hikstaði Æsa og Katla hristi höfuðið. Versnað um helming, þið trúið því ekki hvað viðgengst núna. Svo dró hún fram tölvuna sína og fann auglýsingu sem gengið hafði á facebook. Fjörutíu fermetra gluggalaus hellir í efra-Breiðholtinu á 170.000. Skilurðu núna? spurði hún og Æsa fékk kökk í hálsinn. Dáni varð pirraður. Þetta reddast alveg, sagði hann, í versta falli tjöldum við í Laugardalnum og það verður fínt. Við Æsa verðum bara í útilegustemningu þangað til restin flytur til Noregs og það losnar um íbúðir. Honum er alveg sama, sagði Æsa og ætlaði að vera hneyksluð en varð samt svolítið stolt, honum væri í alvörunni sama þó að þau þyrftu að búa á götunni. Hann vill að við lendum á götunni, flissaði hún. Þið eruð heldur ekki með börn, sagði Katla og nú var hún orðin pirruð. Gummi bætti við að þar til börnin kæmu til sögunnar, skipti raunveruleik- inn engu máli. Um kvöldið þegar þau voru lögst til að sofa varð Æsa aftur áhyggjufull. Hún fór í huganum yfir alla sem hún þekkti og reyndi að rifja upp hvort einhver
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.