Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 68
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 68 TMM 2013 · 4 Íbúðin var á efri hæð í tvíbýlishúsi og aftan við það var lítill illa hirtur garður, fullur af illgresi, drasli og háu gulu grasi. Leigusalinn stóð á tröpp- unum, kæfugrár eldri maður með skyggð gleraugu og í síðri úlpu. Hann var í hóstakasti þegar þau bar að húsinu en jafnaði sig síðan og rétti þeim höndina sem hann hafði borið fyrir hóstann skömmu áður. Hann kynnti sig sem Hinrik og sagði útidyrnar vera bólgnar og kviklæstar en hann lofaði að láta laga það áður en þau flyttu inn. Þau komu inn í flísalagt anddyri þar sem héngu yfirhafnir og skógrindin var full af skófatnaði. Lyktin var strax óþægileg, súr keimur af pípureyk. Æsa fitjaði upp á nefið og pírði augun inn á þröngan myrkvaðan gang. Húsgögnin standa hérna enn, sagði Hinrik afsakandi og að það myndi henta honum langsamlega best ef þau fengju að vera þarna áfram. Eru þetta þín húsgögn? spurði Æsa en maðurinn sagði að eigandinn hefði skilið við þetta svona og að enginn hefði fengist til að fjarlægja búslóðina. Er hann dáinn? spurði hún og hann sagðist hreinlega ekki vita það. Hann hefði búið þarna í þrjátíu ár og síðan horfið sporlaust einn daginn. Hinrik var lögfræðingur systur hans sem lét auglýsa eftir honum og var áberandi í fjölmiðlafárinu sem fylgdi en svo hafði þessi systir harðneitað að skipta sér nokkuð af praktískum hliðum málsins. Til dæmis hafði hún aldrei komið heim til bróður síns og tekið hlutina hans. Allt var þetta mjög undarlegt, fannst Hinrik Og þér fyndist sem sagt best ef við byggjum með hlutunum hans án þess að breyta neinu? spurði Dáni. Ja, þið getið náttúrulega róterað þessu alveg eins og þið viljið, þannig séð … bara ekki henda neinu sem virðist hafa eitthvert persónulegt gildi. Málið er semsagt að það verða að líða sjö ár frá mannshvarfi áður en hægt er að, já … Og þú treystir okkur alveg til þess að meta hvað hefur gildi og hvað er drasl? Já, þú meinar … Hinrik varð ráðvilltur á svip. Hvað með smádótið? Eins og fötin og svoleiðis? Það væri í raun best ef þið kæmuð því öllu fyrir í einu herbergi. Þið þurfið nú örugglega ekki alla hundraðogfimmtíu fermetrana fyrir ykkur tvö. Stofan var brúnmáluð. Sófasettið var bútasaumað úr hnausþykku leðri og allstaðar þar sem voru auðir fletir hafði verið komið fyrir minjagripum, fílum, strengjabrúðum og míníatúrum af hofum og kastölum. Eldhúsið var snyrtilegt en á borðinu var diskur með mylsnu og tómur kaffibolli. Hvað er langt síðan hann hvarf? spurði Dáni og maðurinn hugsaði sig um. Kannski ár núna, sagði hann, jú ætli það sé ekki liðið heilt ár. Er þetta eftir hann? spurði Æsa og benti á diskinn og bollann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.