Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 69
H u n d r a ð o g f i m m t í u f e r m e t r a r TMM 2013 · 4 69 Já, þetta … svaraði maðurinn. Ég hef það bara ekki í mér að vaska þetta upp. Og þú vilt semsagt að við gerum það? spurði Dáni. Eða viltu að við búum hérna með þessum diski, mylsnunni og bollanum alveg ósnertu? Maðurinn gretti sig. Ég veit að þetta virkar skrítið, sagði hann, málið er bara að það borgar sig ekki að íbúðin standi auð en í sjálfu sér má ég ekki snerta neitt. Systir hans samþykkti að ég setti hana í leigu en hún vildi ekkert skipta sér af því. Við erum svolítið í lagalegu tómarúmi hérna … Svefnherbergið var stórt, glugginn vísaði út í garðinn og á hjónarúminu voru sængurfötin svört og kuðluð á gráu teygjulaki. Einn vegginn huldi fataskápur og á öðrum vegg hékk upplitað eftirprent af málverki eftir Gauguin. Nakin svarthærð stúlka sneri baki í áhorfandann, hélt hárinu í tagli og horfði á baksvip annarrar svarthærðrar stúlku sem kraup. Veggirnir voru málaðir eggjaskurnsbláir. Við setjum hlutina hans hingað inn, sagði Dáni ákveðinn og Æsa kinkaði kolli. Hana langaði ekkert til þess að sofa í svefnherbergi horfna mannsins og þar að auki var þetta stærsta herbergið í íbúðinni fyrir utan stofurnar. Já, sagði leigusalinn. Og svo er vinnustofan. Veggi vinnustofunnar huldu bækur. Við gluggann var stórt skrifborð þakið pappírum og á því miðju stóð gömul kassalaga heimilistölva. Dáni rann- sakaði kilina á meðan Æsa spjallaði við Hinrik. Engin skáldverk voru meðal bókanna, bara fræðirit og mestmegnis bækur um stjórnmál, ævisögur þjóðarleiðtoga og samtalsbækur. Flestar þeirra fjölluðu um kalda stríðið. Hvað gerði hann? spurði Æsa, … eða gerir? Hann er stjórnmálafræðingur, svaraði Hinrik, en ég veit samt ekki til þess að hann hafi unnið við það … eða hvort hann var kannski stundakennari í Háskóla Íslands? Eitthvað rámar mig í það. Átti hann engin börn? Nei, hann var, ef ég á að segja þér alveg eins og er, dálítið sérstakur. Systir hans sagðist ekki vita til þess að hann hefði nokkurn tímann verið við kven- mann kenndur. Áttu ljósmynd af honum? Ha … já, bíddu við. Hérna fann ég myndina sem var notuð þegar lýst var eftir honum í fréttunum … Hinrik opnaði skjalaskáp og tók upp glæra möppu með nokkrum ljósmyndum. Æsa blaðaði í gegnum þær og hafði á orði að þær væru allar frekar gamlar. Ein myndin var af tvítugum manni með stúdentshúfu, hinar voru eldri. Af litlum strák á tréhesti eða að leika sér með kassabíl. Hann var alltaf einsamall á myndunum. Hann er svo mikið krútt, sagði Æsa brosandi og Dáni sagði að bækurnar væru nánast allar frá því fyrir fall Berlínarmúrsins. Hann var mjög upptekinn af kalda stríðinu, sagði Hinrik annars hugar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.