Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 82
Þ ó r a r i n n L e i f s s o n 82 TMM 2013 · 4 á iðrunum sem sulluðust niður úr mér. Hryllti mig við tilhugsunina um grænt absint gallið á einhverjum hræðilega tilgerðarlegum art dekó stað. Og hvaða fólk var þetta sem við sátum uppi með um nóttina? Sænsk-finnskur arkitekt sem talaði óskiljanlega dönsku við allt og alla og taugaveikluð norsk kærasta hans með sólarexem og Gaudi-þráhyggju. Skjótið mig! Sálin eins og opið sár í sjóðheitum myrkum rakanum á gluggalausu baðinu. Hvað lykt var þetta? Rotnun úr iðrum borgarinnar? Öll borgin búin að gubba á mánudegi og súran dauninn af kókaínblönduðu rauðvínssulli lagði upp úr lögnunum. Skjótið mig! Ég lokaði setunni og settist niður með ímyndaða reiknivél fyrir timbr- uðum hugskotssjónum. Ef við héldum svona áfram ættum við enga peninga eftir í lok mánaðarins. Húsaleigan var að vísu greidd fyrirfram þessa tvo mánuði sem við áttum eftir. Ástandið var engu að síður skelfilegt. Ég lokaði augunum til að sefa kvíðann sem lagðist yfir mig eins og mara. Lagði hausinn upp að veggnum og reyndi að einbeita mér að hljóðunum sem bárust í gegnum hann. Daufur ómur af tónlist. Helvítis fíflin niðri að ríða. Þeir settu alltaf sama Sigurrósar-lagið í græjurnar og stilltu á hæsta. Þar með vissi allt húsið hvað var í gangi. Á eftir lágu þeir reykjandi úti á svölum, flissandi á máli sem ég giskaði á að væri katalónska. Ef ég teygði mig fram yfir handriðið á svöl- unum sá ég glitta í risastór arnarnef sem gægðust undan slöngulokkum. Tveir sjálfumglaðir páfagaukar í pokabuxum. Nú bárust hljóð að ofan. Hvellir þegar leirtaui var hent í vask. Síðan stutt hlé áður en gamli maðurinn fór að skammast í sjónvarpinu eins og hann gerði alltaf eftir matinn. Loks sefaðist hann. Það datt á dúnalogn. Ískaldur svitadropi féll niður á magann á mér. Ég ákvað að fróa mér. Solla myndi ekki vakna nærri því strax. Ég stóð upp og lyfti klósett- setunni. Hugsaði um ensku stelpuna í kolektífinu á móti. Hvernig hún lagði nánast á flótta þegar ég var að útskýra að við værum tónlistarnemar. Við Solla hefðum einmitt kynnst í mötuneyti Listaháskólans í Reykjavík. Fyndist henni það ekki merkilegt? Ég hafði sagt ensku leiðindaskjóðunni alveg fáránlega mikið um okkar hagi í þetta eina skipti sem við ræddum saman á ganginum. Hún hafði bankað upp á til að fá lánað salt þegar ég var að ranka við mér eftir langan hádegisverð bak við markaðinn á Römblunum, tæpur líter af húsvíni átti eftir að gufa upp úr taugakerfinu. Solla lá ennþá korrandi inni í rúmi. Ég gætti ekki að mér áður en ég reif upp hurðina fram á gang. Stóð þarna eins og auli í sjóðandi hitanum með standpínutjald á íþróttabuxunum. Sá hvernig andlitið á ensku stelpunni umturnaðist í blöndu af viðbjóði og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.