Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 86
86 TMM 2013 · 4
Ómar Valdimarsson
Norður-Kórea: Í unaðs-
baði hinnar föðurlegu elsku
Í ágúst 2011 átti vefritið Smugan samtal við Torfa Frans Ólafsson, listrænan
stjórnanda EveOnline tölvuleiksins, um ferð sem hann hafði farið til
Norður-Kóreu ásamt nokkrum öðrum. Myndir Torfa úr þessari ferð voru
sýndar á menningarnótt í Reykjavík það sama sumar. Eins og flestir aðrir
sem heimsækja Norður-Kóreu upplifði Torfi Frans þjóðernisrembinginn
sem þar setur mark sitt á alla þætti mannlífsins – og sá ákveðin líkindi með
málflutningi í fyrirmyndarríki verkalýðsins og heima á Fróni. Smugan hafði
meðal annars þetta eftir honum:
Landið er draumsýn einangrunarsinnans. Þeir hafa í áratugi lagt gríðarlega
áherslu á að vera sjálfum sér nægir, sjálfstæðir og engum háðir … Þegar mér finnst
umræðan óhóflega mikið farin að snúast um að gefa skít í útlendinga og alþjóða-
samfélagið hugsa ég til landsins. Umræðan um Icesave, Evrópusambandið og mat-
vælaöryggi virðist stundum á svipuðum forsendum og juche-einangrunarstefna
Norður-Kóreu …
Á árunum 2000–2003 kom ég þrisvar til Norður-Kóreu og átti þess kost
að ferðast nokkuð um landið. Síðan hef ég lagst í lestur á flestu því sem ég
hef komist yfir um land og þjóð og hrökk nokkuð við þegar ég sá samtal
Smugunnar við Torfa, sennilega einkum vegna þess að ég hafði sjálfur
kennt þann samhljóm sem hann lýsti. Ég á ekki við að ég telji þjóðernistil-
hneigingar nýja íslenska forsætisráðherrans og sumra samherja hans merki
um að hann sé, eða vilji vera, einhverskonar Kim Il-sung, en ég hef haft
nokkrar áhyggjur af því að á stöku stað megi finna samhljóm með kóreskum
og íslenskum þjóðrembum í gegnum tíðina. Það fer yfirleitt ekki vel þegar
ættjarðarást verður að þjóðernishyggju. Um það eru mörg dæmi úr mann-
kynssögunni, jafnvel nýleg. Þjóðernishyggjan hefur nefnilega þann skavanka
að draga með sér gorgeir og rembing og óþrjótandi þörf fyrir að benda á
óvini innanlands og utan í því skyni að draga úr öryggistilfinningu venjulegs
fólks og upphefja vafasamar hugmyndir um eigið ágæti.
En þótt Ísland kunni að virðast á óljósri leið í augnablikinu gegnir allt