Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 87
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u TMM 2013 · 4 87 öðru máli um Alþýðulýðveldið Kóreu, leiðin þar er hreint ekki óljós ef grannt er skoðað. Kannski segir allt sem segja þarf að í ávarpi sem Kim Il-sung – allt í senn landsfaðir, Leiðtoginn mikli og forseti til eilífðarnóns – flutti í Pyongyang 1972 lagði hann línurnar um forsendur stjórnarfars síns: „Klíkubræður eða stéttaóvinir, hverjir sem þeir kunna að vera: sæði þeirra skal útrýmt í þrjár kynslóðir.“ Eins og geta má nærri setur þessi yfirlýsing, sem sjaldan er rædd, sitt mark á alla þætti mannlífs í Alþýðulýðveldinu Kóreu og myndi sjálfsagt gera hvar sem er í veröldinni. Hér er ekki verið að segja böldnum unglingum að þeir fái ekki nýjan iPhone ef þeir taki ekki til í herberginu sínu, heldur að hver sá sem rísi upp gegn forystu flokksins eða ógni stillingu ríkisins á einhvern hátt sé búinn að vera og afkomendur hans einnig næstu þrjár kynslóðir. Afleiðingin getur bara verið ein: maður makkar rétt eða sviptir sig lífi. Stéttarvitundin er ekkert gamanmál þar sem svona kerfi er við lýði. Ég kom fyrst til Norður-Kóreu í febrúar 2000 í boði Rauða krossins þar í landi. Ég hafði þá lengi verið forvitinn um þennan furðulega stað og trúði ekki nema mátulega þeim tröllasögum sem ég hafði heyrt og lesið um yfir- gengilega dýrkun á persónu Kim Il-sung og sonar hans Kim Jong-il, sem þá var við völd. Það gat ekki staðist að geggjunin væri svo yfirgengileg, fannst mér. En ekkert hafði búið mig undir það sem fyrir augu og eyru bar. Skyndilega var ég staddur í samfélags-, menningar- og efnahagskerfi sem var gjörólíkt öllu því sem ég hafði séð eða heyrt um áður. Öll skynjun mín var á fleygiferð frá því að lent var í Pyongyang og varla leið sú mínúta að ég væri ekki furðu lostinn yfir því sem ég sá og heyrði. Ekkert jafnaðist þó á við þá dýrkun á Kim-feðgunum sem gegnsýrði allt daglegt líf. Nánast hver einasti maður vísaði stöðugt í „okkar virta og elskaða leiðtoga“, „okkar mikla leiðtoga“, „okkar kæra leiðtoga“ og „föður okkar allra“, og engum stökk bros á meðan. Allir voru með barmmerki með mynd af Kim Il-sung vinstra megin á brjóstinu. Hvert sem litið var blöstu við stórar myndir og líkneski af leiðtoganum. Ég komst að sömu niðurstöðu og Bradley Martin sem segir í Under the loving care of the fatherly leader. North Korea and the Kim dynasty, afar fróðlegri bók um stjórnarfarið í alþýðulýðveldinu: Það kom smám saman í ljós að þetta voru trúarbrögð. Í augum Norður-Kóreu- manna var Kim Il-sung annað og meira en leiðtogi. Hann baðaði þjóð sína í föður- legri elsku. Ætti maður að trúa eigin eyrum, þá gæti hann jafnvel verið ódauðlegur og fær um að veita fylgismönnum sínum eilíft líf. Sjálfur heyrði ég vísað til þessa eilífa lífs með berum orðum. Vorið 2003 var mér boðið að heiðra minningu hins eilífa forseta með því að heimsækja grafhýsið mikla, Kumsusan, höll sólarinnar, þar sem lík hans liggur smurt í glerkistu. Þegar við komum út aftur spurði ég einn fylgdarmann minn hvað stæði á risastóru skilti á framhlið hallarinnar. – Að leiðtoginn mikli verði með okkur til eilífðar, svaraði hann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.