Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 93
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u TMM 2013 · 4 93 Dagur í lífi … Til er afar fróðleg heimildamynd um daglegt líf í alþýðulýðveldinu, North Korea: A day in the life, sem hollenski kvikmyndagerðarmaðurinn Pieter Fleury gerði í Pyongyang 2004 í samvinnu við menningarmálaráðuneytið þar í landi. Myndin hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal kvikmyndaverðlaun Amnesty International 2005. Myndin segir frá „venjulegum“ degi í lífi norður-kóreskrar fjölskyldu. Enginn þulur er í myndinni og ekki þulartexti heldur eru myndmálið og söguhetjurnar látnar koma því til skila sem um er fjallað. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að taka myndir – kvikmyndir eða ljósmyndir – í Norður Kóreu. Þegar ég fór um landið 2000 og aftur 2001 til að safna bæði myndefni og upplýsingum þurfti að semja sérstaklega um nánast hvert einasta skot. Oft vildu leiðsögumenn- irnir fá að sjá í gegnum myndavélaraugað hvað átti að mynda hverju sinni og ef maður vildi svo snúa sér 45 gráður fyrir næstu mynd, þurfti aftur að byrja að semja. Það segir sig því sjálft að Pieter Fleury hefur þurft að eiga gott samstarf við þarlend yfirvöld til að geta gert myndina – og vafalaust að gera margar málamiðlanir, þótt raunar sé tekið fram í upphafi myndarinnar að höfundar hennar hafi fengið frjálsar hendur meðan á upptökum stóð. Það leynir sér heldur ekki að menningarmálaráðuneytið í Pyongyang hefur gert sitt ýtrasta til að draga fram sínar bestu hliðar. Það sem ráðuneytismennirnir hafa hins vegar ekki áttað sig á er að það sem þeir telja bestu hliðarnar sýnist alþjóðlegum áhorfendum miklu frekar vera harðneskjulegt, einangrað og þvingað líf sem erfitt sé að skilja eða þola. Gervikenning „síðasta vígis Stalínismans“ Norður-Kórea er sennilega það ríki veraldar sem fæstir þekkja eða skilja. Alþjóðlegir fjölmiðlar, og fjölmargir fræðimenn, skilgreina stjórnarfar þar oft sem „síðasta vígi Stalínismans“ og lifandi hryllingsmynd gúlagsins þar sem aðeins einn maður hefur rétt fyrir sér: sá karl úr fjölskyldu stofnanda ríkisins sem er við völd hverju sinni. Þetta er rétt að vissu marki – Kim-feðg- arnir eru nánast tilbeðnir og orð þeirra eru lög. En það er ekki eiginlegur marxismi eða stalínismi sem ræður í Kóreu heldur áðurnefnd heimatilbúin hugmyndafræði Kim Il-sung, juche, sem gengur út á að þjóðin geti því aðeins viðhaldið óspilltu og hreinu þjóðerni sínu með því að vera sjálfri sér næg. Hugmyndakerfið á í raun lítið sameiginlegt með öðrum marx-lenínískum kerfum, enda hafa leiðtogarnir í Pyongyang reynt með öllu móti að afmá hverskonar stalínísk áhrif í uppbyggingu stjórnmálakerfis landsins. Kvikmynd Fleurys bregður upp býsna glöggri mynd af þessu. Í upphafi myndarinnar er amman í fjölskyldunni (sem telur foreldra, dóttur og afa og ömmu) að hafa til morgunverð á meðan sonur hennar strýkur af þremur innrömmuðum ljósmyndum sem gefur að líta hvar sem komið er. Þær eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.