Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 96
Ó m a r Va l d i m a r s s o n 96 TMM 2013 · 4 um stórmennsku Kim-feðga, hugmyndafræði þeirra og yfirburði kóresku þjóðarinnar. Þar er því til dæmis haldið fram að Kóreumenn hafi orðið fyrstir Asíubúa til að verða eiginleg þjóð sem sé forsenda siðmenningar. Þótt Choson-keisaraveldið hafi deilt Kóreuskaganum með ýmsum smærri konungdæmum hafi Kóreumenn ævinlega verið sér á báti: ein þjóð með sama blóð, tungu, menningu og háleitt siðferði (land, þjóð og tunga …). Martin rekur þessa niðurstöðu helgitextans: Allt frá upphafi mátti þekkja Kóreumenn af dyggðum þeirra og réttlæti. Siðir þeirra voru allir til fyrirmyndar svo að það varð þekkt sem „land siðprýðinnar í austri“. Ekki síðri voru klæði þeirra, hvít eins og snævi þaktir tindar Paektu-fjalls. Hjarta- hreinir og vel skapaðir bjuggu þeir í samlyndi í þorpum sínum og báru virðingu fyrir fólki sér æðra og kærleik til þeirra sem voru þeim lægri. Helgimyndir Samkvæmt „textanum“ var Kim Il-sung holdgervingur alls þess besta sem prýða mátti góðan Kóreumann – og raunar margfalt það. Um hann er sagt í einni ævisögunni: Allt frá unga aldri bjó félagi Kim Il-sung yfir mikilli athyglisgáfu, fágætum hæfi- leikum til að skilgreina hluti og hugmyndir og einstakri glöggskyggni gagnvart bæði hlutum og fyrirbærum. Honum var létt að fást við skapandi hugsun og gat gaumgæft hvert vandamál á nýjan hátt … einstök menntun hans í foreldrahúsum og umhyggjan sem óvenjulegt eðli hans naut þar var slíkt að hann gat sjálfur þróað með sér nauðsynlega skarpskyggni og hæfni byltingarleiðtoga framtíðarinnar. Ekki hefur sonurinn, hinn nýlega brottkvaddi Kim Jong-il, farið varhluta af þessari blessun því í einni ævisögu hans sem flokkurinn/ríkisvaldið gefur út er ítarlega greint frá því að allt frá barnæsku hafi félagi Kom Jong- il verið „einstaklega snjall og vitur“ og notið þeirrar einstöku menntunar sem foreldrar hans hafi veitt honum af visku sinni og snilli – nánast orðrétt endurtekning á ofangreindri lýsingu á föður hans. Og ekki nóg með það: þegar hann fæddist birtist þrefaldur regnbogi yfir hinu helga fjalli Paektu og trönurnar sungu honum til dýrðar. Í „textanum“ er þess ekki getið að í raun fæddist Kim Jong-il í herbúðum í Rússlandi þar sem Kim eldri var í sovéska hernum að berjast við Japani. Þessari helgimynd af Kim-feðgunum er við- haldið í öllu daglegu lífi. Í lok heimildamyndar Pieters Fleury hefur fjölskyldan aftur snúið heim í íbúðina þar sem afinn segir stríðssögur, íklæddur jakkafötum með fjölmörgum heiðursmerkjum á báðum jakkaboðungum. Þegar hann gekk í herinn í föðurlandsstríðinu mikla (þ.e. Kóreustríðinu) og var sendur á víg- stöðvarnar segir hann, „skaut ég á Ameríkanana. Ég andaði eldi! Þú getur rétt ímyndað þér hversu mjög mig þyrsti í að hefna fyrir árás þeirra á skólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.