Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 97
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u TMM 2013 · 4 97 minn og heimilið þar sem faðir minn og bróðir féllu.“ Svo lítur hann stoltur upp: „Meira að segja sonardóttir mín segir: Drepum amerísku rakkana! Ég kenndi henni það.“ Og þá er ekki erfitt að skilja þá hugsun sem Barbara Demick segir frá í sinni bók og hefur eftir flóttamönnum í Seoul: Þegar marskálkurinn mikli kvaddi jarðlífið flugu þúsundir trana af himnum ofan til að sækja hann. En fuglarnir gátu ekki farið með hann á brott vegna þess að þeir sáu að Norður-Kóreubúar grétu og kveinuðu, börðu á brjóst sér, rifu í hár sitt og lömdu í jörðina. Frábært kerfi – í skralli Á pappír býr Norður-Kórea við eitthvert besta heilbrigðiskerfi sem þekkist á byggðu bóli. Það blasti hins vegar við eftir vikulanga för um sveitir lands- ins veturinn 2000 að þetta kerfi var í fullkomnu skralli og virkaði alls ekki. Við heimkomuna skrifaði ég eftirfarandi í pistli í Asia-Pacific Focus, árs- fjórðungsrit Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem ég ritstýrði frá Bangkok: Í landinu eru rúmlega 10 þúsund sjúkrarúm í átta þúsund heilbrigðisstofnunum sem eiga að sinna 22 milljónum manna í 211 hreppum. Þrír læknar eru á hverja eitt þúsund borgara. Vandinn er sá að kerfið virkar ekki lengur. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar um allt land búa við alvarlegan skort á nauðsynlegum lyfjum, tækjabúnaði, bóluefnum, sótthreinsunartækjum, ísskápum, mat, hita, vatni, þjálfun – öllu því sem þarf til að reka heilbrigðisþjónustu … Heilbrigðiskerfið treystir algjörlega á jurtalyf sem almennt duga ekki við smitsjúkdómum eða sjúkdómum sem eiga sér efnahagslegar rætur … Hvarvetna var sömu sögu að segja. Á litlum hreppsspítala í Panmun, nærri landamærum kóresku ríkjanna var verið að þurrka jurtir í koryo medicine. Mestur tími starfsfólksins fór raunar í að leita að jurtum eða að reyna að rækta eigin jurtir á litlum bletti fyrir utan spítalann. Vandinn var sá, sagði læknirinn á staðnum, að ekki voru til nauðsynleg efni til að búa jurtalyfin til samkvæmt forskriftinni. „Ef við gætum fengið 300 kíló af sykri, þá væru lyfin okkar miklu betri,“ sagði hann. Í Pyongyang voru embættismenn bjartsýnir og sögðu að endurreisn lyfjaiðnaðarins í landinu myndi ekki taka nema þrjú til fjögur ár. „Á meðan munum við leggja meiri áherslu á framleiðslu okkar eigin jurtalyfja,“ sagði okkur Jan To-kyong, deildarstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu. „Okkar kæri leiðtogi, Kim Jong-il, er mjög áhugasamur um þetta,“ sagði Jan deildarstjóri og bætti við: „Það er tvöfalt forgangsverkefni (double priority) hans að útvega hráefni til lyfjaframleiðslunnar.“ Það vantaði ekki aðeins lyf. Á sjúkradeildum voru gjarnan tveir í rúmi til að halda á sér hita því kynding var engin – og úti var 20 stiga frost. Mat var heldur ekki að fá á sjúkrahúsunum sem við heimsóttum og yfirleitt var þar einnig vatnslaust.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.