Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 97
N o r ð u r - K ó r e a : Í u n a ð s b a ð i h i n n a r f ö ð u r l e g u e l s k u
TMM 2013 · 4 97
minn og heimilið þar sem faðir minn og bróðir féllu.“ Svo lítur hann stoltur
upp: „Meira að segja sonardóttir mín segir: Drepum amerísku rakkana! Ég
kenndi henni það.“ Og þá er ekki erfitt að skilja þá hugsun sem Barbara
Demick segir frá í sinni bók og hefur eftir flóttamönnum í Seoul:
Þegar marskálkurinn mikli kvaddi jarðlífið flugu þúsundir trana af himnum ofan
til að sækja hann. En fuglarnir gátu ekki farið með hann á brott vegna þess að þeir
sáu að Norður-Kóreubúar grétu og kveinuðu, börðu á brjóst sér, rifu í hár sitt og
lömdu í jörðina.
Frábært kerfi – í skralli
Á pappír býr Norður-Kórea við eitthvert besta heilbrigðiskerfi sem þekkist
á byggðu bóli. Það blasti hins vegar við eftir vikulanga för um sveitir lands-
ins veturinn 2000 að þetta kerfi var í fullkomnu skralli og virkaði alls ekki.
Við heimkomuna skrifaði ég eftirfarandi í pistli í Asia-Pacific Focus, árs-
fjórðungsrit Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem ég
ritstýrði frá Bangkok:
Í landinu eru rúmlega 10 þúsund sjúkrarúm í átta þúsund heilbrigðisstofnunum
sem eiga að sinna 22 milljónum manna í 211 hreppum. Þrír læknar eru á hverja
eitt þúsund borgara. Vandinn er sá að kerfið virkar ekki lengur. Sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar um allt land búa við alvarlegan skort á nauðsynlegum lyfjum,
tækjabúnaði, bóluefnum, sótthreinsunartækjum, ísskápum, mat, hita, vatni, þjálfun
– öllu því sem þarf til að reka heilbrigðisþjónustu … Heilbrigðiskerfið treystir
algjörlega á jurtalyf sem almennt duga ekki við smitsjúkdómum eða sjúkdómum
sem eiga sér efnahagslegar rætur …
Hvarvetna var sömu sögu að segja. Á litlum hreppsspítala í Panmun, nærri
landamærum kóresku ríkjanna var verið að þurrka jurtir í koryo medicine.
Mestur tími starfsfólksins fór raunar í að leita að jurtum eða að reyna að
rækta eigin jurtir á litlum bletti fyrir utan spítalann. Vandinn var sá, sagði
læknirinn á staðnum, að ekki voru til nauðsynleg efni til að búa jurtalyfin til
samkvæmt forskriftinni. „Ef við gætum fengið 300 kíló af sykri, þá væru lyfin
okkar miklu betri,“ sagði hann. Í Pyongyang voru embættismenn bjartsýnir
og sögðu að endurreisn lyfjaiðnaðarins í landinu myndi ekki taka nema þrjú
til fjögur ár. „Á meðan munum við leggja meiri áherslu á framleiðslu okkar
eigin jurtalyfja,“ sagði okkur Jan To-kyong, deildarstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu. „Okkar kæri leiðtogi, Kim Jong-il, er mjög áhugasamur um þetta,“
sagði Jan deildarstjóri og bætti við: „Það er tvöfalt forgangsverkefni (double
priority) hans að útvega hráefni til lyfjaframleiðslunnar.“ Það vantaði ekki
aðeins lyf. Á sjúkradeildum voru gjarnan tveir í rúmi til að halda á sér hita
því kynding var engin – og úti var 20 stiga frost. Mat var heldur ekki að fá
á sjúkrahúsunum sem við heimsóttum og yfirleitt var þar einnig vatnslaust.