Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 112
Á d r e p u r 112 TMM 2013 · 4 vegna tengslanna við útrásina sem end- aði svo hryggilega þremur árum fyrr; með fullri virðingu fyrir Björgólfi Thor hefði verið allvafasamt ef eitt af andlit- um alþjóðakynningar íslenskra bók- mennta hefði verið úr hópi þeirra sem skömmu fyrr kynnti heiminum Icesave með því fororði að engar bankabækur í heimi væru betri en þær íslensku. En forstjórarnir hjá Actavis munu hafa sagt að Íslendingar hefðu enga forystu fyrir fyrirtækinu lengur; Björgólfur ætti reyndar enn hlut og ætti sæti í stjórn en hefði þar ekkert meirihlutavald. Ástæða þess að þeir vildu styrkja menningar- kynninguna væri sú að þótt fyrirtækið væri nú orðið alþjóðlegt og með höfuð- stöðvar á meginlandi Evrópu þá væru menn þar á bæ stoltir af íslenska upp- runanum og hefðu enn starfsemi þar í landi. En víkjum aftur að því er ég sat við tölvu suður í Þýskalandi með hausinn fullan af Sturlungaöld og maðurinn frá auglýsingastofunni hringdi og vildi fá mig í verkefni. Heilabrot þeirra á stof- unni höfðu leitt þau á það spor að hafa samband við mig um að ég skrifaði stuttan texta um tíu af nafnkunnum hetjum Íslendingasagna þar sem ég gerði því skóna hvar þær væri að finna í þjóðfélaginu ef þær hefðu fæðst á okkar dögum. Ekki get ég sagt að mér hafi þótt hugmyndin ýkja frumleg; rámaði í eitthvað svipað sem samkvæmisleik í tímariti hér á árunum, og gott ef ekki líka sem gamalt skólaverkefni. En með því að sá sem hringdi frá auglýsingastof- unni hljómaði sem bæði viðkunnan- legur og skemmtilegur náungi féllst ég á að hugsa málið og svara eftir tvo-þrjá daga. Ég vissi að auglýsingatextar eru hærra metnir til fjár en flest sem skrifað er annað; fjórtán línur í auglýsingu eru ólíkt dýrari en sonnetta. Og einhver óvænt útgjöld voru að pirra mig – þarna fengi ég kannski pening til að hreinsa mig af þeim. Ég ákvað að ef ég fengi til- tekna sæmilega háa upphæð myndi ég gera þetta. Sama kvöld fór ég að bræða verkefnið með mér, og skrifaði eftirfar- andi um vin vorn allra Egil Skallagríms- son: Höfuðskáld Íslands á okkar tímum, á því getur enginn vafi leikið, og það þótt margur undrist að svo grófur og sumpart ruddafenginn maður skuli geta jafn- framt verið alvöru skáld. En bækurnar og verkin sem hann sendir reglulega frá sér taka af allan vafa; þær slá í gegn hjá gagnrýnendum jafnt sem almenningi, eru þýddar á ótal tungur og í seinni tíð er hann sterklega orðaður við nóbelsverð- laun. Hann er ótrúlega stórskorinn í útliti og ófríður að flestra mati, samt tæmast göturnar ef hann er í sjónvarpinu, því alltaf tekur hann upp á einhverju óvenju- legu; mætir dauðadrukkinn í beinar útsendingar, þreifar á hinn dónalegasta hátt á kvenfólki, kallar menn fífl og aumingja, og eitt sinn ældi hann í beinni útsendingu á gamlársdag þegar var verið að veita honum bókmenntaverðlaun Ríkisútvarpsins. Hann hefur alla tíð búið í Borgarnesi með Ásgerði konunni sinni sem hann giftist ungur, þau eiga fullt af börnum sem þykja á þann hátt stinga í stúf við föðurinn að þau eru fríð og geðsleg. Tvö af börnunum hafa Egill og Ásgerður misst og olli það honum óstjórnlegri sorg eins og við er að búast, og telja sumir að bókin „Sonartorrek“ sem hann samdi í framhaldi af því sé hans mesta snilldarverk; full af hreinum og heitum tilfinningum sem menn eiga erfitt með að láta ríma við þennan drykkfellda og rustafengna karakter. Nú er hann orðinn gamall og leiður á lífinu, sagt er að hann langi á einhvern hátt til að ná sér niðri á þjóðinni. Þegar kom á daginn næst þegar ég talaði við auglýsingastofuna að þau höfðu hugsað sér að greiða tvöfalda þá upphæð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.