Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 117
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 117 stuttir kaflar frá ólíkum sögusviðum og tímaskeiðum. Við fyrsta lestur kann margt að verka brotakennt á lesandann en þegar maður greinir í sundur ein- staka kafla og hluta kemur fljótt í ljós að sagan fylgir ákveðnum mynstrum sem á köflum verða beinlínis skematísk. Á löngum köflum beitir Eiríkur aðferðum sem þekktar eru úr framúrstefnuljóðlist, lengri frásagnareiningar eru klipptar upp í stutta búta og blandað saman við aðrar frásagnir með skipulegum hætti. Einn ritdómari líkti þessum stuttu köfl- um við netfréttir sem geri það að verk- um að sögunni takist „að halda lesend- um við efnið allan tímann“.1 En þessi klippitækni hefur líka öfug áhrif, hún ruglar lesandann í ríminu og gerir kröfu til þess að hann sé sífellt á verði. Sögumaður er ekki eina persóna Illsku sem skrifar. Aðalpersónur sögunnar, Agnes, Arnór og Ómar, eiga ekki margt sameiginlegt en þau skrifa öll. Arnór og Agnes vinna hvort að sinni ritgerðinni, Arnór að doktorsritgerð, Agnes að mast- ersritgerð. Ómar hefur lokið sinni mast- ersritgerð en í sögunni skrifar hann (kannski) tvær bækur um íslenskt mál. Fræðaiðkun þremenninganna hefur margvísleg áhrif á söguna. Einn þráður hennar eru textar sem nálgast fræðirit á margvíslegan hátt. Eiríkur hefur sjálfur sagt frá því að upphaflega hafi sá þáttur sögunnar átt að vera gildari og að einar átta ritgerðir sem á einhverjum tíma- punkti voru hluti sögunnar hafi verið skornar úr henni. Þetta eru ritgerðir um aðskiljanlegustu efni: 1. Hreinlæti; 2. Tilfinningarök; 3. Pólitískar bókmennt- ir; 4. Klám sem pólitík; 5. Múhameðs- teikningarnar og málfrelsi; 6. Hvað er fasismi?; 7. Fallið; 8. Sönn saga úr stríð- inu. Ein þeirra, sú fimmta, hefur birst á bloggi Eiríks.2 Í Illsku er þó töluvert eftir af texta sem minnir á fræðirit eða ritgerðir. Les- andinn verður töluvert fróðari um sögu síðari heimsstyrjaldarinnar eins og gefur að skilja, en í bókinni eru einnig kaflar um kynþáttahyggju, hægripopúl- istaflokka í Evrópu og Íslandssögu svo dæmi sé nefnt. Að þessu leyti tengist sagan ýmsu sem er að gerast í samtíma- bókmenntum um allan heim þar sem blöndun skáldskapar og fræðitexta setur sífellt meiri svip á skáldsögur. Sem dæmi um höfund sem að þessu leyti er skyldur Eiríki má nefna hinn danska Christian Jungersen sem íslenskir les- endur þekkja af Undantekningunni sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2006 (og er líka rannsókn á illsku!) en hann gengur jafnvel lengra í þessa átt í nýj- ustu skáldsögu sinni Du forsvinder frá 2012. Það væri að æra óstöðugan að ætla að rekja upp alla þá þræði sem mynda fræðabálkinn í Illsku. Auk þeirra fræði- manna og hugsuða sem nefndir eru á nafn í bókinni, ekki síst í tengslum við fræðileg skrif þeirra Agnesar og Arnórs, getur sá sem hefur kynnt sér fræði um þjóðernishyggju og kynþáttahyggju víða séð glitta í hugmyndir hugsuða eins og Benedicts Anderson, Edwards Said og fleiri. Þá er ekki laust við að hugurinn leiti til Jacques Lacan í frábærum köfl- um sem lýsa vaknandi sjálfi Snorra, sonar Agnesar, og sums staðar stingur Slavoj Žižek sínum úfna kolli úr vegg. Hvar endar Illska? Illska er sennilega ein umtalaðasta skáldsaga sem hefur komið út á undan- förnum árum. Hún fékk einróma lof- samlega dóma í flestum miðlum sem birta umfjöllun um bókmenntir. Skömmu eftir útkomu hennar var hald- ið málþing þar sem heimspekingar og guðfræðingar ræddu efni hennar við höfundinn og um svipað leyti var hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.