Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 123 lægðin frekar efniviður, átök eða farveg- ur. Þetta birtist meðal annars í ‚element- inu‘ sem er títtnefnt. Að vera í sínu ele- menti er orðatiltæki sem skýtur reglu- lega upp kollinum og virðist vandmeð- farið, hvert er þetta element? Þegar kemur að viðtakanda bréfsins virðist elementið tengjast eldspýtum en element bréfritara virðist vera fjarlægðin, ferða- lagið, borgin. Og borgin er risastór og einkennist af andstæðum, sem meðal annars birtast í muninum á degi og nóttu. Fólk sem rekur veitingahús kastar út um dyrnar allskonar úrgangi: „serví- ettum, sígarettum, síkópötum / – allt sem gengur af / endar úti á gangstétt“, „í skjóli nætur koma pappírsfjölskyldurnar / og láta greiparnar sópa göturnar / taka allt / sem er einhvers virði // nema nátt- úrulega síkópatana“.12 Ljóðmælandi seg- ist „elska / allt sem er klístrað og vafa- samt við þessa / borg nema / þegar stálpuðum börnum er stolið um hábjart- an dag“. Þetta er þó ekki eina hættan, því „í svækjunni aka / menn með fram- ljósin slökkt, þeir læðast / aftan að grunlausum (minnir / á kvikmyndina christine)“.13 Það er því ljóst að hætturn- ar eru margar en samt sér ljóðmælandi reglu í öngþveitinu: „mannshvörfin / kryddmarkaðstjöldin / villtu börnin / stefnuljósleysið, slefberana“.14 Heimurinn skreppur saman þegar jólasveinninn gáttaþefur þefar upp úr ruslatunnum, líklegast í leit að æti. Mögulega var þetta þó Bobby Fischer, en ljóðmælandi hefur einmitt farið á Lond- on Bar sem skákmaðurinn „sótti á sinni tíð“.15 Íslenskar pönnukökur eru til sölu á einu götuhorni og Svíþjóð er auðvitað sínálæg og skapar áhugavert samtal hins skipulagða norræna velferðarríkis við suður-ameríska óreiðu og örbirgð. Þennan samslátt menningarheima mætti líka lesa í ljósi þýðinga, en svo virðist sem bréfritari hafi hugsað sér að stunda slíkar, en lendir í öngstræti með slettur: „flamberað er ekki einu sinni íslenska“.16 Auk þýðinganna eru ýmsar tilvísanir í ljóð og skrif, titlar ljóðabóka dúkka upp og kannski má hugsa sér að vanga- velturnar um vatnið séu dæmi um vísun, en ljóðmælanda finnst „víðáttu- merkilegt“ að vatn geymi upplýsingar ! þeir segja að vatn sé minniskubbur framtíðarinnar, að óteljandi kúbiksentimetrar vatns muni allt sem hafi gerst í því17 En „hversu lengi getur vatn / munað og hvenær skrifast / nýjar / upplýsingar yfir þær sem fyrir eru?“18 Hér má velta fyrir sér tengslum tíma, vatns og ljóðsins, seinna segir að elementið sígi í „eins og þungt vatn“.19 Vatnið drepur í kveikiefni eldspýtna og svo er til „fólk sem talar við / vatn / áður en það vökvar blóm- in“.20 Og fyrst vatnið geymir upplýsing- ar „ættum við að geta yfir- / heyrt allt vatnið sem við skutlum á eldinn / og // orðið einhvers vísari um lífið / og dauð- ann“.21 Líkt og vatnið geymir ljóðið magn upplýsinga sem það drekkur í sig frá umhverfinu. Ljóðabálkurinn Bréf frá borg dulbúinna storma er sérlega gott dæmi um það hversu gegndrepa ljóðið getur orðið, það hvernig það sígur í, „eins og þungt vatn“. Vatnið umfaðmar andstæðurnar, þegar það geymir meira að segja í sér eldinn, þrátt fyrir að slökkva hann, því það man allt sem ger- ist. Á sama hátt geymir ljóðabréfið mátt eldsins og vatnsins, það kallar fram minningar og býr til nýjar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.