Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 124
D ó m a r u m b æ k u r 124 TMM 2013 · 4 Hælið Ég verð að játa það strax, að eins hrifin ég nú er af Borgesi og Sigurbjörgu þá freistaði skáldsaga Hermanns Stefáns- sonar mín mest og það var hún sem ég hakkaði í mig daginn eftir útgáfuhófið. Með því gengst ég auðvitað klisjunni á hönd: Hælið er glæpasaga. Eftir fyrsta lestur var ég þó dálítið púsluð og ekki alveg sannfærð um réttmæti þess að ‚lausnin‘ væri sú ‚augljósa‘, eða það fyrsta sem mér datt í hug þegar lestur- inn hófst (og í höfðinu hljómaði gamalt uppáhaldslag með Fun Boy Three), en.22 Svo sá ég gildruna sem ég gekk ham- ingjusamlega í. Hælið er stórskemmtileg lesning og aðgengilegasta skáldsaga Hermanns til þessa, enda glæpasaga (sem hinar sögur hans eru reyndar að einhverju leyti líka). Áður en Hermann fór að skrifa skáldskap var hann þekktur fyrir skrif sem brúa skáldskap og fræði, svona álíka og sjá má í bók bróður hans, Jóns Halls, um bautastein Borgesar. Á vissan hátt má segja að Hælið sé framhald af því, verkið er ekki síður einskonar stúdía á glæpasagnaforminu. Þetta kemur meðal annars fram í aðalpersón- unum tveimur, rannsóknarlögreglu- mönnunum Aðalsteini Lyngdal og Reyni Jónssyni, en þeir eru báðir ýktar útgáfur fjölmargra þekktra lögga og spæjara sem manna glæpasöguhefðina. Tóntegundin er í sama dúr, dálítið ýkt og ofurlítið hæðin (skáldsagan hefði alveg getað heitið Hæðin), en þó aldrei þannig að verkið hverfist yfir í hreina skopstælingu: eitt af því sem gerði lestur Hælisins svo ánægjulegan var einmitt hversu vel Hermann heldur hárfínu jafnvægi milli þess að skrifa verulega fína glæpasögu, blóðuga og haganlega smíðaða, og þess að grafa undan form- inu með íróníu. Og eins og vera ber í góðum glæpa- sögum fjallar Hælið um annað og meira en leit að morðingja, eins og titillinn vísar til gerist sagan að mestu leyti á hæli, nánar tiltekið Kleppsspítala, en þar leikur morðingi lausum hala. Viðfangs- efnið er því geðveiki og andlegir sjúk- dómar, sem er auðvitað sérlega viðeig- andi rammi eða grunnur fyrir glæpa- söguna. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að þeir félagar, Aðalsteinn og Reynir, eru kallaðir á Klepp, en í kjallara spítalans hefur fundist lík af karlmanni. Hann hefur verið stunginn á hol. Yfirheyrslur reynast eðlilega nokkuð flókið mál, enda stór hluti ‚grunaðra‘ ekki með réttu ráði. Lækna- og hjúkrunarliðið er einnig nokkuð sérstakt og allt skapar þetta hæfilega óreiðu. Óreiðan kemur að hluta til vegna þess að læknaliðið er ákaflega upptekið af því að vernda bæði vistmenn og orðspor spítalans, en einn starfsmannanna er sálfræðingur og upplýsingafulltrúi. Í þessu kemur strax fram umfjöllun um stöðu geðsjúkra og það almenna viðhorf að allir glæpamenn séu geðsjúkir, jafn- vel að allir geðsjúkir séu (mögulega) hættulegir glæpamenn. Saga geðlækn- inga er rakin í stuttu máli, sömuleiðis saga spítalans sjálfs, hælisins, og mörk heilbrigðis og brjálsemi ber oft á góma. Segja má að þau mörk tákngerist í persónu Eggerts feldskera, sem einn vistmanna telur sig hafa séð í kjölfar árásar sem einn sjúklinganna verður fyrir. Reyni finnst það algerlega fárán- legt að blanda feldskeranum í málið og veltir fyrir sér hvort slíkur maður sé yfirleitt til. Hann fær þetta dálítið á heilann og tapar áttum um stund. Og ekki aðeins hann, í ljós kemur að einn sjúklinganna, sá sem taldi sig hafa séð Eggert, er líka upptekinn af Eggerti feld- skera. Reyni finnst „óþægilegt að deila
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.