Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 125 skynvillum með sjúklingunum“.23 Sjúk- lingurinn heitir Hermann Stefánsson og er samkvæmt yfirlækninum „fjölær“: „í Beck-spurningaprófinu hafði Hermann mælst með alla þekkta geðsjúkdóma í sögu geðsjúkdómafræðanna“.24 Svo vill til að hann er að skrifa bók, sem heitir Hælið: „Hún er einslags glæpasaga og söguþráðurinn er í stuttu máli allt sem gerst hefur á Kleppi frá því að Sigurjón Fiske var myrtur“.25 Þó atburðarás þess- arar bókar fylgi því sem Hermann hefur skrifað er hann ekkert of hrifinn af þessari stöðu mála: „Það er ekki það að ég hafi sjálfur eitthvað sérstakt gaman af því að hafa það svona, ég hef ekki smekk fyrir bókum sem nota þessa skáldskaparbrellu. Bækur með rúsínu í pylsuendanum sem fólk tekur andköf yfir eins og það hafi leyst krossgátu eða ráðið dulmál“.26 Með þessum orðum virðist Hermann ekki aðeins vera að hafna eigin bók, heldur líka bókinni Hælið, þeirri sem hann er persóna í. Samt er þetta einmitt skáldsaga með rúsínu í pylsuendanum og inniheldur umfjöllun sem vissulega minnir á stundum á dulmál – lesandi verður svo bara að gera það upp við sig hvort ráðningin sé sannfærandi. Hér lendi ég í nokkrum hremming- um: á ég að fylgja þeirri hefð ritdóma um glæpasögur að gefa lausnina ekki upp eða líta svo á að sem (paródísk) stúdía á glæpasögum gefi Hælið mér frjálst spil? Þrátt fyrir að Aðalsteinn sé aðal spæj- arinn er það Reynir sem mest mæðir á. Sagan er sögð út frá hans sjónarhorni og við kynnumst manni sem er óöruggur með sjálfan sig, berst við vægt þung- lyndi en á sér afar skrautlegt innra líf sem birtist meðal annars í ævintýraleg- um draumum og öllu jarðbundnari dag- bókaskrifum. Hann er næmur á umhverfi sitt og tekur ástand sjúkling- anna mjög inn á sig. Persóna hans er fulltrúi þeirra óljósu marka æðis og heilbrigðis, þrátt fyrir að Aðalsteinn sé í raun mun geggjaðri karakter, alvitur besservisser, sérvitringur sem leggst reglubundið í djúpt þunglyndi. En það er Aðalsteinn sem áttar sig á því hvað gengur á innan veggja spítalans og býður svo til veislu í lokin, alveg eins og spæjarar klassísku sagnanna söfnuðu öllum saman til að fara yfir málin og afhjúpa hinn seka. Lausnin felur í sér að sú stigvaxandi óreiða sem einkennir Hælið er greidd í sundur og föstu skipulagi er á ný komið á laggirnar. En er hægt að samþykkja þessa niðurstöðu í ljósi verksins sem hefur gegnumgangandi sýnt fram á fjöl- mörg dæmi þess að samfélagið allt sé að einhverju leyti ‚fjölært‘, eins og geð- sjúklingurinn Hermann Stefánsson? Hér mætti draga fram kenningar um formúlur og lausnir, sem eru iðulega það sem andstæðingar afþreyingarbóka og kvikmynda finna þeim helst til foráttu. Þeir sem hafa lagt það á sig að rannsaka formúlubókmenntir hafa hinsvegar bent á þá einföldu staðreynd að þótt formúl- an sé til staðar þá þurfi það ekki að merkja að merkingarheimur verksins sé afmarkað eða lokað ferli með óhjá- kvæmilegri rúsínu í pylsuenda. Innan heims hrollvekja og glæpasagna er það einmitt iðulega ítrekað að lausnin sé takmörkuð, sú óreiða sem vakin er í verkinu verður ekki bæld né hamin, þó nokkrir endar virðist hnýttir saman. Hælið er afar athyglisverð útgáfa af þessu. Allar lýsingar á hælinu og pers- ónum eru lifandi og á einhvern hátt gæddar fjarstæðukenndum trúverðug- leika. Þetta kemur fram í ýmsum ýkjum – yfirlæknirinn er með rödd sem hljóm- ar „eins og bilaður flautuketill“27 og yfirhjúkrunarkonan er með óeðlilega langan háls. Að auki er hún afar sérstæð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.