Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Blaðsíða 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2013 · 4 bútum og hugmyndum sem hafa kviknað á ólíkum tímum. Hýsa persónur af alls- kyns sauðahúsi og sundurleitum upp- runa. Nota svo beinar tilvísanir í sam- tímann eins og einhverskonar öfugsnúna fjarvistarsönnun. Návistarsönnun: Sigga sagðist ætla að kjósa Þóru. Hákon ætlaði að skila auðu. Konurnar höfðu ekki gert upp hug sinn … (126) Höfundi er í mun að sannfæra okkur um að sagan gerist hér og nú. Nákvæm- lega á tímum útgáfu bókarinnar. Alls- kyns tilvísanir í nánasta samtíma eru talsvert áberandi. Merkilegt samt að finnast þörf á að kalla helsta ókeypis- dagblaðið „Fríblaðið“. En Þóru samt Þóru. Kannski er þó engin samtímateng- ingin eins skörp og lokaorðin, grafskrift Indriða tollara sem verður að teljast formleg aðalpersóna verksins. Hann deyr 17. september 2012. Þessi þörf til að staðsetja verkið í strangasta núi er forvitnileg, aðallega vegna þess að hún er svo óþörf. Engar persónanna glíma þannig við samtím- ann að það skipti öllu máli að það fari ekki á milli mála hvar í upphafi 21. ald- arinnar við erum stödd. Þetta er vel að merkja ekki bók um Hrunið, eða Post- Hrunið. Þetta er bók um fólkið í blokk- inni. Reyndar eru þau sem hafa safarík- ustu söguna að segja einmitt þau sem tíminn vill síst tengja sig við. III Mér finnast gömlu karlarnir skemmti- legastir. Upphafsatriði bókarinnar, þar sem gamall ekkjumaður, eiginlega óökufær eftir heilablóðfall, stelst suður í kirkjugarð til að keyra upp með bílvél- inni jólaseríuna á leiði konu sinnar, og sínu eigin, því legsteinninn ber einnig hans nafn, er engu líkt. Saga Indriða tollara (því þetta er hann) væri í sjálfu sér kappnóg efni í fína skáldsögu. Jafnvel skáldsögu eftir Pétur Gunnarsson. Það sama má segja um Adda rakara, með sína nostalgísku stofu við dóm- kirkjuna – og Alþingishúsið – og það kúnnasett sem því fylgir. Að ógleymd- um söknuðinum eftir eiginkonunni og týnda bróðurnum. Undir lokin sjáum við aðra yfirþyrm- andi mynd sem kallast á við Indriða í kirkjugarðinum – þegar rakarinn finnur innvolsið úr Reykjavíkurapóteki í geymslu á Árbæjarsafni, og við vitum að hann var svo skotinn í stelpunni þar og giftist henni – og lýsingin af því þegar hún deyr er einn af hápunktum bókar- innar. Þetta er andartak svo mettað merk- ingu að manni finnst að saga Adda væri efni í heila bók. En Pétur er staðfastur í þeirri trú að það þurfi bara að skrifa „veröld“. Engin þörf að ýta á eftir því sem raunverulega er í frásögur færandi. Það sér um sig sjálft. Við söknum þess samt, kannski einna helst vegna þess að við staðfastir lesend- ur hans vitum hvað hann er flinkur að ýta. Besti vinur Indriða, fraktsjóarinn Hreggviður, með sínar minningar um fljúgandi furðuhluti, er svo líka maður sem mann langar alveg að kynnast betur. Mér gengur verr að tengja við yngra fólkið. Hansi fríhafnarstarfsmaður verð- ur aldrei áhugaverður og sennilega hefði furðufuglinn Máni sem býður sig fram í forsetakosningum þurft mun meira pláss til að hans litríka saga næði flugi. Framboðsbröltið verður dálítið mikið utan á. Af yngri deildinni er mestur fengur af Kötu, skáldkonunni rittepptu og ástar þríhyrningnum sem hún er eitt hornið á. Hennar bjástur í lífi og starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.