Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2013 · 4 borð við Hákon Hlaðajarl og hvernig máttur hinna líkamlega sterku vopna- skaksmanna hefur skipt miklu fyrir valdahlutföllin í samfélaginu – þar sem líka er að finna betri yfirvöld á borð við Svein konung tjúguskegg í Danmörku, heiðarlega kaupmenn og sæfarendur, höfðingja, bændur og skáld. Stíll sögunnar er ekki síður afrek; forn- og frumlegur í senn, fullur af kímni og glettum sem springa út í helstu „heimild“ sögumanns, hinni áður óþekktu Þorleifsdrápu Hallbjarnar þjóð- skálds. Nútímalesandi finnur strax að hann er ekki byrjaður á neinni hvers- dagssögu. Sjálfum fannst mér það eins og að setjast við svala lind í gróinni birkilaut eftir klungur í brunahrauni þegar ég fékk Hér liggur skáld í hend- urnar á jólavertíðinni í fyrra og byrjaði að lesa.  En þótt hafa megi ómælt gaman af deilum þeirra Svarfdæla um kvennamál í þröngum dal, heiður og sóma, og lesa söguna sem nýsköpun á fornu sagnaefni sem of lengi hefur legið samhengislítið og óbætt hjá garði er hitt mikilsverðara að hér er teflt saman ólíkum lífsgildum, hinni eftirsóknarverðu og kröfuhörðu list skáldskaparins og mætti hinnar andlegu spektar andspænis menningar- snauðum fautaskap sem neytir aflsmun- ar síns, hvort sem hann birtist á túnum alþýðunnar í Svarfaðardal eða í verkum valdameiri manna á borð við Hákon Hlaðajarl. Á endanum eru það hin frómu gildi listarinnar sem lifa af og skipta fólk máli þótt afl og galdrar ill- virkjanna geti valdið miklum stundar- skaða í mannlífinu. Hildur Ýr Ísberg Heiðarleiki eftir hentugleikum Kristín Eríksdóttir: Hvítfeld – fjölskyldu- saga. JPV 2012. Jenna Hvítfeld er sögumaður í stærstum hluta þessarar bókar og talar í fyrstu persónu. Hjá henni fær lesandinn allar sínar upplýsingar um hana sjálfa og við- burðaríkt líf hennar og mikið af upplýs- ingum um aðrar persónur. Lesandinn heldur í fyrstu að hann geti treyst Jennu, vegna þess að hún viðurkennir fyrir honum að hún sé lygari, að hún ljúgi öllu að öllum. Þar með telur lesandinn að Jenna hafi hleypt sér á bak við tjöld- in, hann sé trúnaðarvinur og geti treyst henni. Smátt og smátt kemst hann þó að því að þetta er ekki á rökum reist. Jennu er ekki treystandi og lesandinn verður virkur þátttakandi í lygum hennar með því að verða einn af þeim sem hún speglar sig í. Álit lesandans skiptir Jennu máli, það myndast því eins konar gagnvirkni í lestrinum, því Jenna gerir lesandann að fórnarlambi lyga sinna, hún sýnir honum hvernig hún blekkir aðra og blekkir hann um leið. Og þetta eru forsendur þess lygavefs sem sýndur er verða til í þessari sérkennilegu og frá- bæru bók Kristínar Eiríksdóttur. Mun sannleikurinn gera yður frjálsan? Sannleikurinn er sagna bestur eða svo er okkur sagt frá blautu barnsbeini. Það er ljótt að ljúga og stranglega bannað í níunda boðorðinu. En þegar nánar er að gætt verður hins vegar ljóst að allir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.