Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 4 137 Pólitísk afstaða Suðurgluggans felst einnig í því að snúa baki við samtíman- um en hiklaust má segja að hún sé enn meira afgerandi en svo því í henni er mun beinskeyttari umræða um knýj- andi pólitísk viðfangsefni samtímans. Sögumaðurinn í Suðurglugganum hefur eins og fyrr segir lokað sig nokk- urnveginn af frá umheiminum fyrir utan stopul samskipti við nágranna og fólk í þorpinu og fáein símtöl við vini og ættingja. Útvarpstækið er helsta tenging hans við líðandi stund og tímasetur sög- una nokkuð nákvæmlega með þeim atburðum sem það ber manninum til eyrna: „Bin Laden er dauður. Forseti Bandaríkjanna, friðarverðlaunahafinn, hefur tilkynnt þetta stoltur“ (bls. 50). Raunar má segja að manninum berist stöðugt váleg tíðindi í gegnum útvarps- tækið og þau draga úr honum allan mátt, ekki síður en „myllusteinninn“, þ.e.a.s. skáldsagan, sem hann fæst við að skrifa: Helstu tengsl mín við umheiminn liggja í gegnum útvarpstækið. Þar logar öll ver- öldin í aftökum, umhverfisslysum, spill- ingu og gegndarlausri peningahyggju. Jafnvel óvenjulega bjartsýnn maður gæti kiknað undan fréttaflutningnum. Traust- vekjandi raddir þulanna gera þetta allt þungvægara, svo maður gefur heiminum varla nema nokkra daga þegar mest er um að vera (bls. 21). Í gegnum viðbrögð mannsins við þess- um sífelldu válegu tíðindum má greina bæði sársauka og uppgjöf. Viðbrögð hans eru þau sömu og hann sýnir þegar skáldsagan er annars vegar: hann flýr. Hann slekkur á útvarpinu rétt eins og hann setur lokið á ritvélina. Þögn og flótti eru trúlega viðbrögð okkar flestra við þeirri síbylju hörm- unga og voðaverka sem dynja á okkur í gegnum fjölmiðla. Við hlustum, eða hlustum kannski ekki, á innihald fréttanna sem færa okkur tíðindin á meðan við stöppum kartöflurnar saman við soðna ýsu. Það sem greinir sögu- manninn frá okkur flestum er það að hann tekur þessa atburði raunverulega inn á sig: „Ég slekk á útvarpinu, en það er of seint, skaðinn er skeður“ (bls. 18). Hin kröftuga pólitíska afstaða verksins felst í því að brugðið er upp spegli að andliti lesandans og þá blasa við annars- vegar vanabundin viðbrögð okkar að láta váleg tíðindi fara inn um annað eyrað og út um hitt yfir kvöldmatnum og hinsvegar sársaukinn sem þau valda sögumanninum. Verkið gefur okkur til- efni til að líta í eigin barm og endur- skoða viðbragðaleysi okkar við fréttum sem við neytum smjattandi með kvöld- matnum. Sögumaður Suðurgluggans er á margvíslegan hátt andsnúinn nútíman- um, hraðanum og peningahyggjunni sem einkenna hann, rétt eins og sögu- maður Sandárbókarinnar. Þetta birtist m.a. í því að hann heldur fast í þá forn- fálegu aðferð að skrifa verk sín á gamla Olivetti ritvél. Hörðust er þó andstaða hans við peningahyggju nútímans í tengslum við stríðsátök: „Fréttirnar frá Sýrlandi fara langt með að klára alla lífstrú af tankinum. Eiginlega eru bara nokkrir dropar eftir af henni. Maðurinn gengur ekki fyrir olíu, hvað sem Banda- ríkjamenn halda“ (bls. 25). Meðferð mannfólksins á dýrum er einnig snar þáttur í pólitískri afstöðu verksins. Sögumanni Suðurgluggans er umhugað um dýr og hann hryllir við meðferð mannskepnunnar á þeim. Þetta á ekki síst við um sauðfé sem er einatt í nánasta umhverfi manna í íslenskum sveitum. Bókin spannar allar fjórar árs- tíðirnar og þar af leiðandi sláturtíðina að hausti. Hann sér sauðfé í flutningabíl á leið í sláturhúsið í þorpinu og finnur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.