Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2013 · 4 DV reynist honum, eins og nærri má geta, erfiður hjalli að klífa. Um leið og hún minnir hann á eineltið sem hann varð fyrir í æsku veldur málið allt honum miklum sálarkvölum og ótta; hann verður mannfælinn og þungsinna og þráir lausn frá hinum „samfélagslega hryllingi“ sem opinberast daglega á síðum dagblaðanna: „Það vantar nýtt hneyksli, nýtt stórsmygl, nýtt rán, nýtt morð, almennilega slátrun, bara eitt- hvað nógu blóðugt með kjöt á beinun- um til að reisa úr sjúkrarekkjunni násoltna þjóðarsálina með svallveislu af eymd og þjáningu annarra“ (144). Lausnina sér Sókrates einna helst í ein- angrun: Ég fer að sjá í hillingum fangaklefann sem bíður mín og hlakka til að geta setið í tíu ár við lestur og skriftir frá morgni til kvölds óáreittur í vernduðu umhverfi, laus við samfélagið, bara einn með bækur, lítið útvarp og ef til vill skáktölvu, uppá félagsskapinn. Þetta er sannkölluð lausn á mínu lífi! … Heilabúið er eina jarðnæðið sem maður mun nokkurn- tímann fá. (140) Þessi lausn er þó ekki í boði enda ljóst að Sókrates er ekki sekur í því máli sem dómstóll dagblaða og götunnar hefur sakfellt hann í; í staðinn fær hann sér vinnu í kjötvinnslunni Flesk & síðu uppi á Kjalarnesi og er þar í þokkalegu skjóli fyrir atburðinum um sinn. Það er þó hvorki lögfræði né kjötvinnsla sem hugur Sókratesar stendur til. Eins og sjá má af hugmynd hans um lausn þá er hér um að ræða bókhneigðan ungan mann sem sýslar við skriftir og á vafalaust ýmislegt sameiginlegt með höfundi sem – þótt það skipti ekki máli – gefur þeirri tengingu undir fótinn seint í sögu: „[…] ég hefði heitið eitthvað annað / ef til vill Ófeigur“ (366). Nafnið hlaut sögumaður ekki vegna aðdáunar foreldranna á heimspekingnum gríska heldur á brasil- ískri knattspyrnuhetju sem var á hátindi frægðar sinnar þegar sögumaður fædd- ist. Í ljós kemur að Sókrates hneigist reyndar einmitt að heimspeki, bók- menntum og listum. Hann hefði kosið að læra heimspeki en þorði það ekki því „það er ekki hægt að læra heimspeki og heita Sókrates, ég hafði þegar fengið minn skammt af andlegu ofbeldi skóla- göngunnar“ (44). Til að byrja með líður Sókratesi sæmi- lega í kjötvinnslunni; vinnan er auðveld, hann sinnir henni vel og fljótlega er honum trúað fyrir ábyrgðarstöðum þegar hann leysir af hvern yfirmanninn á fætur öðrum meðan þeir skreppa í sumarfrí. Þannig kynnist Sókrates smám saman innviðum fyrirtækisins og getur kynnt fyrir lesandanum „anatómíu kjöt- vinnslunnar“, svo notað sé orðalag höf- undar úr áðurnefndu viðtali. Þar upplýs- ir Ófeigur líka að lýsingin á Fleski & síðu byggi að hluta til á hans eigin reynslu þegar hann, um tvítugt, vann um skeið í kjötvinnslunni Síld & fiskur í Hafnar- firði. Ófeigur dregur ekki dul á að hann sér í slíkum vinnustað sögusvið sem gefur möguleika á „að spegla sam félagið sem við búum í; hvernig svona lokuð verksmiðja virkar sem samfélag og í rauninni fjölskylda líka.“ Um leið býður lýsing hans á kjötvinnslunni – sem er í senn húmorísk og grótesk – upp á ádeilu á verksmiðjubúskap því, með orðum höfundar: „[…] svoleiðis bú eru ekkert annað en útrýmingarbúðir fyrir dýr og framleiðsla á dauða“. Með þessari aðferð er Ófeigur að tengja sig við þekkt bók- menntaminni, allegóríuna eða táknsög- una. Upp í hugann koma verk á borð við The Jungle eftir bandaríska höfundinn Upton Sinclair (íslensk þýðing Páls Bjarnasonar kom út 1914 undir heitinu Á refilstigum) og Animal farm eftir George Orwell (íslensk þýðing Jóns Sig-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.