Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 144

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 144
D ó m a r u m b æ k u r 144 TMM 2013 · 4 fólksins væri sólundað í letingja í mið- bænum“ (47). Móðir hans vinnur í kjör- búðinni Kjarval á daginn, í miðasölu bíósins við Mjódd þrjú kvöld í viku og í fatahenginu á Broadway um helgar. Hún „var því of þreytt og fjarverandi til að taka eftir hvernig persónuleiki minn molnaði niður, ég var fremur glaðvært og hamingjusamt barn þar til minnið tók að þroskast og gereyða lífsgleðinni“ (48). Skólaganga Sókratesar í æsku er martröð eineltis og menningarleysis, eina góða minningin úr þeirri „brennandi æsku- borg“ er skólaheimsókn á Kjarvalsstaði þar sem Sókrates lærði „meira um lífið og heiminn á einum klukkutíma en alla skólagönguna“ (37–38). Í þeirri heimsókn fá börnin „augnabliks innsýn í óendan- legt sæluríki og ódáinsakur þegar listin birtist“ þeim (40). Órói grípur börnin eftir þessa reynslu svo ekki er farið með þau í fleiri slíkar ferðir. Kjarval er reyndar einn af rauðum þráðum sagnavefs Landvætta; til hans er vísað oft og á mismunandi hátt, eins og þegar er komið fram. Í æskukaflan- um er að finna þessa frásögn: Eina menningin í Breiðholtinu var gamall maður sem gekk í hús með mál- verk undir hendinni. Hann var hokinn með langt andlit og grátt rytjulegt hár út yfir axlir sem dúaði þegar hann stikaði stór skrefin milli húsa. Hann var orðinn svo samdauna neitunum Breiðholtsbúa, það var enginn að fara að kaupa mál- verk af manni sem kemur utan af götu, eyða í það mörgum mánaðarlaunum, að gamli maðurinn lét rétt opna fyrir sér til þess að kinka kolli og hélt áfram upp stigaganginn. Hann var löngu hættur að sýna málverkið sem hann gekk með ár eftir ár í öllum veðrum og vildi selja. Það var mynd af honum sjálfum. Myndina hafði Kjarval málað af honum og gefið einhverntímann um miðja öldina. Var málverkið orðið býsna þvælt og sjúskað líkt og sölumaðurinn sjálfur. (48) Ef til vill má túlka þessa stuttu frásögn sem táknmynd þar sem bæði gamli maðurinn með mynd listamannsins af sjálfum sér og þeir sem loka á hann standa fyrir íslenska þjóð. Hún sýnir þá að þjóðin getur hvorki metið sanna list né horfst í augu við sjálfa sig. Þannig túlkuð smellpassar frásögnin inn í eina heitustu umræðu samtímans; hvort íslensk þjóð kæri sig um list og „hafi efni á“ list. Rifja má upp að stærsta Kjarvalssafn í einkaeigu er hýst í kjöt- vinnslunni Flesk & síðu, þar sem það liggur undir skemmdum og verkin „lykta eins og jólasteik“. Reyndar býr meira en einföld tákn- mynd að baki tilvísunum til Kjarvals í Landvættum; verk hans standa fyrir ást á íslenskri náttúru og hyllingu á henni og tengjast þannig þema náttúruverndar sem einnig er að finna í bókinni. Lax- ness nefndi Kjarval Landnámsmann Íslands, segir sögumaður sem vill bæta um betur og nefna hann sem einn af landvættunum: „Í raun er Kjarval einn- ig landvættur, hann hefur gengið inn í náttúruna og miðlar henni til okkar hinna sem getum ekki annað en staðið utan við svo frumspekilega sýslan“ (55). Einn af skemmtilegri köflum bókar- innar tengist náttúrunni á annan hátt; það er frásögnin af því skjóli sem Sókrates á hjá yfirkennara grunnskól- ans, Orra náttúrufræðingi, sem fræðir drenginn um íslenska fugla og fleira þegar hann er sendur á hans fund nán- ast daglega „fyrir að vera sveipaður ofbeldi og uppþoti í hverjum frímínút- um“ (150). Stundirnar á skrifstofunni hjá yfirkennaranum eru það eina bæri- lega við skólagöngu sögumanns auk þess sem yfirkennarinn kynnir hann fyrir Náttúrugripasafni Íslands, þar sem hann verður tíður gestur og nýtur mjög.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.