Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 5
TMM 2014 · 3 5 Bryndís Björgvinsdóttir „Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“ Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.1 – Karl Marx. Thanks for the tragedy. I need it for my art.2 – Kurt Cobain. Hvort tveggja, hláturinn og tárin, sprettur fram þegar við erum örvingluð og úrvinda og sjáum engan tilgang í frekari hugsunum eða viðleitni. Ég kýs að hlæja því það krefst ekki eins mikillar tiltektar eftirá.3 – Kurt Vonnegut. Það eru nokkrir sagnamenn í föðurfjölskyldu minni og pabbi er einn þeirra. Mamma heldur því fram að hann sé „fastur í fortíðinni“ en það er meðal annars sú fortíð sem ég reyni að taka fyrir í verkinu Hafnfirðingabrandarinn sem út kemur á haustmánuðum 2014. Við mamma vitum ekki af hverju pabba finnst svona gaman að tala um fortíðina en kannski er hann þunglyndari en hann heldur. Og þá vísa ég til hins melankólíska ástands sem sálgreinandinn Sigmund Freud lýsti í ritgerðinni Trauer und Melancholie, en þar hélt hann því fram að melankólískur tregi væri önnur hlið sorgarferilsins, þar sem fólk lítur svo á að sátt við missi séu einskonar „svik“ við hin glötuðu viðföng.4 Í stað þess að horfa fram á veginn þá dvelur fólk við það sem var. Það er líka ágæt lýsing á pabba, en ég veit annars lítið um þunglyndi, og kannski er pabbi einfaldlega sagnamaður í eðli sínu. En hvað er það þá, að vera sagnamaður? Af hverju er sumt fólk endalaust að segja sögur af atburðum sem tilheyra fortíðinni? Hvað er á því að græða? Sögur pabba fjalla gjarnan um Ingimar Vilberg Vilhjálmsson frænda okkar. Ingimar fæddist 18. nóvember 1912 og drukknaði 13. október 1959 við Hjörsey í Mýrasýslu. Ingimar átti tíu systkini og var afi minn, Jóhann Vilhjálmsson vörubílstjóri, þeirra elstur ásamt tvíburasystur sinni, Hallberu Vilhjálmsdóttur (f. 14. júlí 1907). Hallbera lést í Steubenville Ohio þann 24. desember 1993 en afi minn í Hafnarfirði 31. mars 1980. Þau systkinin ólust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.