Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 8
B r y n d í s B j ö r g v i n s d ó t t i r 8 TMM 2014 · 3 Ingimar eignaðist aldrei börn og var aldrei við kvenmann kenndur, en honum er iðulega lýst sem barngóðum af frændsystkinum sínum. Ég heim- sótti leiðið hans í kirkjugarði Hafnar- fjarðar fyrir nokkrum árum. Það var og er enn aðeins ómerkilegur gulleitur grasflötur, afmarkaður af lágreistum vegg með skeljasandi og nafninu hans, en hann er grafinn við hlið foreldra sinna, Vilhjálms Guðmundssonar og Bergsteinunnar Bergsteinsdóttur, sem lifðu hann bæði. Smám saman greip mig sterkari og sterkari löngun til þess að kynnast Ingimari betur, eins og hægt væri þrátt fyrir árin sem skilja okkur að. Og kannski gat ég ekki hugsað mér að nafn hans og minning hyrfi með sögum pabba og hans kynslóð ættingja minna. Í kjölfarið tók ég viðtal við pabba (f. 1940) og systur hans (f. 1936). Þá tóku við nokkrar misheppnaðar tilraunir til að setja mig í spor Ingimars og samferðamanna hans. Ég skrifaði þá talsvert um atburðina sem pabbi og Guðný systir hans höfðu lýst fyrir mér, hvernig Ingimar át til að mynda listilega útskornar skreytingarnar í fermingarveislu pabba sem voru úr gúrkum og gulrótum á meðan aðrir snæddu lambakjöt, og annað í þeim dúr. Það var upphafið af Hafnfirðingabrandaranum. Útkoman var þó aldrei nógu góð eða sannfærandi að mínu mati. Ég varð miður mín, því mér leið sem ég gæti aldrei skrifað neitt af viti um þessa áhugaverðu persónu úr föðurfjölskyldu minni, en þá benti góður maður mér á að fjalla heldur um Ingimar út frá sjónarhorni sem væri mér tamara og skiljanlegra. Í kjölfarið skóp ég Klöru sem er fimmtán ára unglingsstúlka í Hafnarfirði árið 1999. Hún er frænka Ingimars og kynnist minningu hans í gegnum ömmu sína. Klara er heldur neikvæð en fyndin og fróðleiksfús, hefur mikið dálæti á tónlist og mun líklegast, þegar aldurinn færist yfir, vera greind með IBS (sjá síðar) og annaðhvort þunglyndi eða kvíðaröskun – en einkenni allra þessara sjúkdóma má finna í undirliggjandi persónulýsingum Klöru, þó aldrei sé minnst á þá berum orðum. Og það gekk mun betur að skrifa söguna út frá sjónarhorni og talmáli Klöru. Á sama tíma las ég bókina Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut. Ýktur og skondinn stíll Vonneguts veitti mér þá inn- blástur: Það er allt í lagi að ýkja, skrumskæla sannsögulega atburði og leyfa ímyndunaraflinu að ráða för í skáldskap. Því hvað er annars skáldskapur? Og getur skáldskapurinn ekki einmitt endurspeglað ákveðin sannindi um lífið og tilveruna, þrátt fyrir allt – jafnvel umfram „óskáldaðan“ texta? Ingimar auglýsir uppfinningu sína, óbak, í Morgunblaðinu 1939.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.