Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 9
TMM 2014 · 3 9 „ A l l a r g ó ð a r b æ k u r f j a l l a u m …“ Áhrifavaldar Þegar litið er um öxl er nánast ómögulegt að greina af hverju eða hvernig aðrir hafa haft áhrif á ferlið og útkomuna – stundum skrifaði ég samkvæmt reglum eigindlegrar rannsóknaraðferðafræði og nýtti mér þá viðtöl og heimildir úr gömlum dagblöðum og bókum, en aðra daga lituðust skrifin heldur af of mikilli kaffidrykkju (ég verð æst og hugurinn fer á flug) og áhrifum frá Facebookfærslum eða bókum á borð við Dagbækur Berts sem ég held mikið upp á, ásamt bókunum um Elías eftir Auði Haralds, Peði á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Ævintýri góða dátans Svejk eftir Jaroslav Hašek (sjá síðar), ásamt tónlist tíunda áratugarins, og þá sér- staklega hljómsveitarinnar Nirvana. Þegar allt þetta kom saman leið mér stundum líkt og ég væri „undir áhrifum“ og ég er ekki viss um að slíku „ástandi“ sé hægt að gera góð skil í grein sem þessari. Þá myndi ég frekar halda að skáldskapurinn sjálfur komist nær því. En hér verður þó engu að síður gerð tilraun til þess að greina nokkra áhrifavalda og þræði. Kurt Vonnegut og Sláturhús fimm Sláturhús fimm er líklegast þekktasta verk Kurts Vonnegut. Bókin kom fyrst út árið 1969 í Bandaríkjunum en Vonnegut var sjálfur fæddur 11. nóvember árið 1922 í Indianapolis. Og eins og margir karlmenn af hans kynslóð Bandaríkjamanna var hann kvaddur í herinn til að heyja stríð í Evrópu, þar sem hann barðist við Þjóðverja en sjálfur var hann af þýskum ættum. Um þetta fjallar meðal annars Sláturhús fimm. Barnakrossferðin. Skyldudans við dauðann – eins og bókin heitir þegar allir undirtitlarnir eru skráðir. Eftir stríðið bjó Vonnegut yfir þeirri undarlegu reynslu að hafa lifað af mannskæðar loftárásir síns eigin herliðs, þar sem hann endaði sem stríðs- fangi Þjóðverja í borginni Dresden, en frá þrettánda til fimmtánda febrúar árið 1945 réðust Bandamenn á borgina með fjórum eldsprengjuloftárásum og lögðu hana í rúst. Talið er að tuttugu og fimm þúsund Dresden-búar hafi látið lífið í árásunum sem voru „tilgangslausar með öllu“ þar sem Dresden var ekki hernaðarlega mikilvægt skotmark í stríðinu. Skotmarkið var einfaldlega óbreyttir borgarar.7 Árásirnar má þá einnig sjá sem hefnd Englendinga fyrir loftárásir Þjóðverja á England. En Vonnegut komst lífs af ólíkt mörgum öðrum þennan daginn, ásamt hinum stríðsföngunum og þýsku fangavörðunum sem gættu þeirra. Orsökin var sú að föngunum hafði verið haldið í sláturhúsi neðanjarðar og lýsir Vonnegut sláturhúsinu með þessum orðum í bókinni: Það hafði verið reist fyrir svín sem biðu slátrunar. … Það var stór tölustafur yfir dyrunum á húsinu. Það var talan fimm. Áður en Ameríkönunum var leyft að fara inn, sagði einn vörðurinn, sem kunni ensku, að þeir yrðu að læra heimilisfangið sitt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.