Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 26
A t l i B o l l a s o n 26 TMM 2014 · 3 aftastur, og leyfðum sporunum í götunni að vísa okkur veginn aftur niður í bæ. Gamli maðurinn sat eftir og þegar ég leit um öxl eftir nokkur skref sýndist mér vera sorg í augunum á honum og þá var einsog einhver hefði slökkt í sígarettu í hjartanu mínu. Við pústuðum ekki fyrr en við vorum komin að fiskmarkaðnum. Lyktin var vond svo við héldum fyrir nefið og reyndum að ná andanum gegnum munninn. Í ísi lögðum körum lágu fiskarnir í hrönnum og störðu út í heiminn svörtum augum. Mér fannst þeir glápa á okkur, fjóra andstutta krakka með sitthvað á samviskunni og æpandi eilífðina allt í kringum okkur. – Djöfull var þetta fyndið! sagði Matthías og hló. María roðnaði og brosti svo án þess að það næði til augnanna; einsog augu fiskanna voru þau annarsstaðar. – Gamli ógeðslegi karl, bætti hann við. Mig sveið enn í hjartað, ekki undan hlaupunum heldur vonleysinu sem ég þóttist nú hafa greint í tilliti sporvagnastjórans og brenndi mig einsog glóð. Hann hafði horft á mig skilningssljóum augum einsog til að spyrja hvers vegna við létum svona, hann hefði bara verið að hafa það notalegt í hitanum, og hvað varðaði okkur krakkabjálfana svosem um það? Allt í einu fylltist ég viðbjóði á Maríu; mjúkir andlitsdrættir hennar og kaffibrúnir leggirnir vöktu með mér djúpa ógleði og sama gilti um glottið sem guð hafði hand- málað framan í Matthías. Ég umlaði óljósa afsökun, sagðist þurfa að fara heim, og lét mig hverfa. Um leið og ég var úr augsýn byrjaði ég að hlaupa. Ég hljóp í einum spretti alla leið niður í bæ og inn í hellulagt sund þar sem ég lagði ennið upp að svölum húsvegg og kastaði upp. Meðan ælan lak niður milli hellusteinanna mátti heyra í rottunum undirbúa kvöldmatinn innst í sundinu. * * * Skiptistöðin hafði staðið við aðaltorgið, hún var fremst í þríhyrndu húsi og samanstóð ekki nema af einu herbergi, ílöngu og trapísulaga, með dyrum á skemmstu hliðinni, stórum gluggum á langhliðunum og panelklæddum vegg aftast. Á honum var önnur hurð og þar fyrir innan klósettið og lítið búr þar sem kaffið var alltaf geymt. Undir gluggunum hafði fólk setið í áraraðir og beðið þess að komast í fiskbúð eða á listasafn eða undir sæng þar sem hold mætti holdi. Á meðan höfðu vagnstjórar í pásu drukkið rótsterkt kaffi úti við vegg og óskað þess að helvítis tíminn hægði á sér svona einusinni meðan þeir fægðu af rælni skjaldarmerkið framan á húfunni eða ofan á brjóstinu. Fyrir ofan útidyrnar að utanverðu var felld inn í steinsteypuna stór og mikil klukka sem þótti örugglega nýtískuleg einhverntímann en gekk ekki lengur, ekki frekar en sporvagnarnir sem hún átti að segja til um hvenær kæmu og færu. Ég speglaði mig í löngum rúðunum og virti fyrir mér úrvalið í minja- gripaversluninni sem var þarna núna: litlir pappírsfánar á plaststöngum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.