Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 29
S p o r TMM 2014 · 3 29 vegna hafði konan eiginlega gefið mér þennan vagn? Hún hlaut að vita hvað hafði gerst. Hún hafði séð eitthvað í augunum á mér, hvernig ráð þeirra seig alltaf suður fyrir silfurhjartað eða hvernig ég mátaði andlit hennar við skuggamynd stúlku með pilsfaldinn í lófunum. Myndi hún fletta upp um sig kjólnum og kalla mig perra næst þegar ég kæmi í búðina? Klípa svo í eyrað á mér og rassskella mig og kalla mig smábarn fyrir að gleðjast svona yfir einhverri andskotans lyklakippu? Þetta var vond kona en kannski líktist hún Maríu undir kjólnum. Það borgar sig að vera góður. Þetta var góð kona og kannski líktist hún Maríu undir kjólnum. … Ég sat dágóða stund á mosagrónum trjádrumbi og reyndi að róa hugann sem var á stanslausum þeytingi milli skelfingar og löngunar. Mér leið einsog það væri verið að draga mig upp í rússíbana. Maginn var fiðrildafullur og allt í kringum mig þetta iðandi líf og dauði, á skógarbotninum og í himn- inum og í buxunum. Myndin af Maríu í kjólnum var brennimerkt í vitund mína og hláturinn þegar hún kastaði frá sér samlokunni og kom hlaupandi endurómaði í höfðinu á mér. Augnaráð gamla mannsins var í minningunni orðið að kviksjá hundrað tilfinninga og ég var hálfpartinn farinn að efast um að hann hefði raunverulega setið þarna. Af hverju hefði hann líka átt að sitja þar, þessi gamli karl? Vildi hann vorkunn okkar? Var hann þess vegna svona einn og klikkaður og uppáklæddur í hitanum? Hafði hann ekki horft ósæmilega á Maríu, hafði ekki brugðið fyrir einhverju í augunum á honum? Þetta var perri, þessi ógeðslegi karl. Við vorum ógeð báðir tveir og sæðis- dropinn sem gljáði nú í síðdegissólinni á röku, frjóu skógargólfinu milli fóta mér var sönnunin. Ég kreppti lófann aftur utanum litla sporvagninn svo fennti yfir hnúana. Svo nagaði ég og sleikti hvítar kjúkurnar milli þess sem ég renndi þeim eftir tanngarðinum í rólegum takti. Fiðrildin flögruðu enn í maganum á mér en ég fann þau setjast eitt af öðru og spenna litríka vængina milli líffæranna svo mig kitlaði. * * * Karlinn sat ekki lengur á bekknum þegar ég kom þangað. Ég hafði viljað sjá hann aftur og segja eitthvað við hann. Fyrirgefðu kannski. Eða fokkaðu þér. En nú var hann farinn og kannski hafði hann aldrei setið þarna. Ég settist á bekkinn og sá grilla í samlokuna undir sætinu. Hún var þó raunveruleg. Nú voru það hinsvegar þúsund maurar sem gæddu sér á henni, þúsund maurar með majónes út á kinn sem ropuðu í kór og hlutuðu svo brauðið sundur ögn fyrir ögn og fóru með heim til sín svo allir gætu notið þess saman. Ég leit í kringum mig og ímyndaði mér að ég hefði sjálfur setið þarna í dag. Ég horfði yfir að staðnum þar sem sporin enduðu, þar sem við höfðum staðið fjögur saman öxl í öxl og glápt á manninn. Þetta voru sporin sem hann hafði ekið eftir í áratugi, áður en stríðið kom og svo peningarnir og loks bílarnir, áður en karlinn gekk úr sér og gylltu saumarnir í einkennisbúningnum tóku að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.