Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 31
S p o r TMM 2014 · 3 31 grófu sig dýpra í það, þetta var kirkjugarður og væntanlega nóg að bíta. Þegar ég hafði grafið svolitla holu dró ég sporvagninn upp úr vasanum. Hún hafði gefið mér hann og ég þurfti ekkert að gera í staðinn. Þetta var góð kona. Ég lagði vagninn í holuna og fyllti svo aftur af sandi og mold og þjappaði vel. Hér skyldi hann fá að hvíla. Á leiðinni heim reyndi ég að halda mig á spor- unum í götunni með því að taka bara hænuskref, hæl við tá, tá við hæl. En myrkrið kom hratt eftir að sólin hvarf í hafið svo ég þurfti brátt að haska mér og tók til fótanna. * * * Við vöknuðum við skröltið. Fyrst var það ofurlágt, einsog vatn í pípu, einhver að sturta niður í næstu eða þarnæstu íbúð, eða regn sem fellur hinumegin við fjallið. Það barst lengst ofan úr hlíðinni og endurómaði gegnum strætin og virtist bara magnast við hvert horn sem það reyndi að fara fyrir. Alls staðar var bergmál svo hljóðbylgjurnar lögðust hver á aðra og skarkalinn ágerðist hratt; hljóðið var einsog skriða sem barst niður strætin og hrifsaði til sín öll önnur hljóð í nóttinni. Öskutunna sem valt á hliðina, breimandi kettir og spangólandi hundar, hvellir smellir í röku laki á snúru, áldós sem rúllaði á eftir kittkattbréfi í vindinum: öll soguðust þau inn í skröltið sem ómaði nú einsog vaxandi þruma ofan við bæinn. Ljós tóku að kvikna í gluggum bæjarins. Birtan streymdi röndótt útum gluggahlerana um stund áður en þeir opnuðust og við gægðumst út eitt af öðru. Gnýrinn kom augljóslega utan úr nóttinni og hann jókst bara. Sem meira var, þá var einsog hljóðinu fylgdi ljós. Einhversstaðar í hlíðinni birtist bjarmi og efstu húsin í bænum voru brátt böðuð flöktandi ljósi. Í tungllausri nóttinni var meiraðsegja lítið mál að greina einn og einn neista. Þetta var bál og það færðist nær. Nú fundum við reykjarlyktina, daufa angan sem minnti á endalausa daga á ströndinni þegar teygt er úr deginum með því að kveikja í spreki. Og þarna kom sporvagn niður götuna í ljósum logum. Hjólin sátu þung í sporunum og ruddu frá sér drasli liðinna áratuga. Vagninn var alelda og ekki var að sjá að neinn væri við stýrið. Við þustum út á götu þar sem höfðu þegar safnast fyrir silkiklæddir afar með nátthúfur og bleyjuklædd börn sem grétu í örmum mæðra sinna. Krakkar með rauðgul andlit hlupu með vagninum þar sem hann geystist niður strætin og reyndu að yfirgnæfa alltumlykjandi gnýinn með barnslegum hrópum sínum. Loks hægði vagninn ferðina og staðnæmdist á torginu, ekki langt frá skiptistöðinni. Hann logaði þar einsog varðeldur og varpaði bjarma og risavöxnum dansandi skuggum á kirkjuna og pósthúsið og marmarasúlur bankans. Eldurinn speglaðist daufur í gljáðum hellusteinunum og sporin sem lágu þvers og kruss um torgið glóðu einsog brennheitir vírar í svartri nóttinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.