Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 36
S v e r r i r N o r l a n d 36 TMM 2014 · 3 Hárið á ömmu ljúfu minnti á kræklóttar trjágreinar í hryllingssögu. Hún blés hlæjandi framan í Steinar sígarettureyk og lyfti snjóhvítri augabrún líkt og hún furðaði sig á tilvist hans. „Hæ, rjóði.“ Afi töggur tók hann á hestbak og sagði frá japanskri pyntingaraðferð, það væri þannig að bambusinn væri látinn vaxa upp gegnum óæðri endann, hott, hott, ríðum heim til Hóla, svo tróð hann í nýja pípu og sagði að tilteknar frumbyggjatennur væru sólgnar í að snæða innyfli lifandi fanga sinna, kjamshljóð í bland við sársaukaöskrin, afa kné er klárinn minn. „Hættu nú að kvelja barnabarnið!“ kallaði mamma Signý af veröndinni, upp úr Íslensk orðtök og málshættir. „Það heitir að skemmta, væna! Að uppfræða og skemmta!“ Augu hans brunnu rauð í hálfrökkrinu. „Ertu þá ekkert hræddur við að deyja, afi?“ „Það verður yndislegt að deyja, eins og að stíga inn í veislusal! Ég get ekki beðið. Enda reyki ég eins og strompur, drekk eins og svampur, ét eins og svín – ekkert dugir. Í ofaná lag hef ég verið giftur þessari seigdrepandi kerlingarálft síðan á dögum Sókratesar!“ Hann leit á ömmu ljúfu og þau org uðu bæði af hlátri. „Stúfur, það sem máli skiptir er hvernig maður fer með tímann, að vita í hvað dagarnir fara, annars er maður hvort sem er þegar dauður.“ * * * Á meðan þau borðuðu vöfflurnar skoðaði Steinar dagblöð undir borði: „Eitrað fyrir lottóvinningshafa“. „Drápu heila fílahjörð“ (myndir). „Segir nauðgunina konunni að kenna“. Hann skildi reyndar ekki hvers vegna það var svo áríðandi að lýsa daglega upp hið stóra svið mannlegrar illsku en þræddi samt hvern dálk af viðrinislegri nákvæmni. Það sem gerði útslagið: Þegar hann dottaði undir dagblaði í sófanum birtust blóðgusur og klístraðar hárlufsur á gulum línóleumdúki augnlokanna, sum barnanna skulfu enn og snöktu, þarna lá grátandi efnafræðikennari sem gnísti sínum nikótíngulu uns þær hrukku út úr honum eins og Pez. Skammbyssan flakkaði frá einu höfði til annars, lík amarnir tóku snöggt, spastískt viðbragð, blýkúlur bora sig auðveldlega gegnum ungar höfuðkúpur, blóðið var strax tekið að storkna á stólfótum, í gluggakistum, þegar sjóð heitt hlaupið nam við hnakkann á Steinari og hann datt veinandi úr sófanum. Mamma Signý hringdi á skrif stofu skólans, sonur hennar væri með niðurgang, sinadrátt, mislinga, graftarkýli, Steinar heyrði ekki fleira heldur þeyttist á spóaleggj- unum, lífgjöfinni feginn, aftur inn til sín og undir Richard Brautigan-sæng- ina þar sem hann hreiðraði um sig með vasaljós og súkkulaðikex, staðráðinn í að yfirgefa aldrei þetta öruggasta greni innhverfra stráka. Hlammar sér í spreng, hræddur um að klósettið láti undan, skolpkerfið taki við honum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.