Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 39
Kv í ð a s n i l l i n g a r n i r TMM 2014 · 3 39 * * * „Nú ligg ég hér skjálfandi undir rúminu mínu, mamma mín, úrkula vonar …“ Mamma Signý andvarpaði og muldraði: „Já,“ á inn sog inu. „… og þú stendur pliktina þolinmóð við rúmstokkinn, þó dálítið þreytt á því hvað móðurhlutverkið er lýjandi …“ Hún kreppti tærnar: „Einmitt.“ „… og svo verð ég einn góðan veðurdag ekki lengur til …“ „Nei, nei.“ „… og þú þá löngu orðin ormum að bráð. Og jafnvel alheim urinn tor- tímist; Shakespeare og allir krakkarnir og ekkert meira jógúrt!“ „Vildirðu heldur lifa að eilífu, Steinar minn?“ Já, einhvern veginn virtist það skárra hlutskipti, að lifa að eilífu en að lifa ekki að eilífu. * * * Við bættist að hjónaband foreldra hans var enn og aftur í andarslitrunum. Pabbi Alfreð tók dagleg köst í eldhúsinu til að beina huganum frá sjúkdómi þessa lögformlega sambands karls og konu: Hann bakaði marenskökur með bláberjum, sörur, spesíur, og skrúbbaði svo innréttinguna hátt og lágt en varði andvökunóttunum á trésmíðaverkstæðinu þar sem hann tálgaði eftir- líkingar af bernsku vinum sínum (sem hann hitti aldrei lengur), einnig ýmsar kynja verur á borð við álfa og prinsessur. Tréspænir á gólf inu og líka í hári hans, vindlareykur, læstar dyr. * * * Þegar Steinar hafði legið undir sæng meira og minna í tvær vikur án þess að hreyfa sig, bankaði pabbi Alfreð upp á hjá honum. Orðalaust rétti hann syni sínum höndina og togaði hann fram úr – út. Í vændum var einn af þessum löngu, dimmu vetrum sem lögðust svo þungt á sálina í Stein ari. Þegar inn í bílskúrinn kom hóf pabbi Alfreð hann umyrðalaust á loft, stakk honum niður í nýsmíðaða líkkistu og skellti aftur lokinu. Dauðamyrkur. „Pabbi!“ Steinar barðist um og spriklaði. „Hleyptu mér út!“ Þess í stað heyrði hann föður sinn leggjast ofan á lokið til þess að tryggja að hann kæmist hvorki lönd né strönd. * * * Steinar vissi sem var, að pabbi Alfreð saknaði afa töggs. Þegar hann var lítill voru þeir vanir að bardúsa svo margt saman í bíl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.