Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 42
S t e i n u n n L i l j a E m i l s d ó t t i r 42 TMM 2014 · 3 afturábak. Sjá hana veltast eftir vellinum og gera árangurslausar tilraunir til að standa upp. Á meðan ég læt mig dreyma um illa meðferð á lukkudýrinu hlusta ég með öðru eyranu á Stefán útskýra fyrir mér hvað rangstaða er. Eftir því sem ég best skil var rangstöðureglan sett á til að ekki væri hægt að geyma einn leik- mann við mark andstæðingsins og gefa svo á hann boltann hinum megin frá vellinum svo hann gæti skorað. Markmiðið með rangstöðureglunni er sem sagt að varna því að of mörg mörk séu skoruð í fótboltaleik. Eins og það hafi nokkurn tímann verið vandamál. Mér snöggbregður þegar allt í einu heyrist í hátalarakerfinu hið hádrama- tíska lag Heyr mína bæn. Ég bjóst við einhverju meira stuðlagi. Kannski laginu sem Stefán er með sem hringitón: Við erum KR og berum höfuðið hátt! Ég sný mér að Stefáni til að segja honum að Heyr mína bæn sé upprunalega gamalt ítalskt Eurovisionlag en hika þegar ég sé að varir hans hreyfast hljóð- laust með textanum. Undir tónaflóðinu ganga inn á völlinn ellefu karlmenn í svarthvítum, teinóttum treyjum. Svo aðrir ellefu karlmenn í öðruvísi treyjum. Dómarinn lítur út eins og randafluga í gulu treyjunni sinni og svörtu buxunum. Leikurinn hefst og áhorfendur byrja strax að öskra. Við hliðina á mér stendur feitur, miðaldra karlmaður, einnig í teinóttri treyju, og segir sínu liði að hætta þessum aumingjaskap. Af því sem ég heyri þá skilst mér að hann vilji að sínir menn drullist með helvítis tuðruna í helvítis markið andskotans fokking hafi það. Hann virðist trúa því staðfastlega að hann geti gert betur en þessir stæltu karlmenn á vellinum. Eitthvað er þjálfarinn líka að angra hann. Sá veit víst ekkert hverjir eiga að vera á bekknum og hvenær best sé að gera skiptingar. Mér heyrist dómarinn líka vera fæðingarhálfviti. Við stöndum á pöllum nærri öðru markinu og það rignir á okkur. Nokkrum metrum frá okkur eru gráir plaststólar undir regnskýli. Ég spyr sakleysislega hvort við getum fært okkur en Stefán heyrir ekki í mér og segir mér þess í stað að kaupa mér eitthvað að borða. Hann bendir á sjoppulegan bás fyrir aftan okkur og réttir mér fimmhundruðkall. Ég gríp fegins hendi þetta tækifæri til að gera eitthvað annað en að horfa á leikinn. Ég bíð í röð. Allir í heiminum og ömmur þeirra troða sér fram fyrir mig. Loksins kemst ég að og bið um kók. Mér er rétt pepsí. Vil ég pítsusneið líka? Já, já. Ég fæ kalda sneið af margarítupítsu með einu pepperóní í miðjunni og er rukkuð um meira en fimmhundruð krónur. Ég sting seðlinum inn á mig og fer að leita að kreditkortinu. Manneskjan fyrir aftan mig í röðinni stígur skref fram og sparkar laust í hælana á mér. Heldur greinilega að hún fái fyrr afgreiðslu ef hún stendur einu hænuskrefi framar í röðinni. Ég finn kortið og rétti nýfermdu, renglulegu stelpunni sem afgreiðir mig. Hún er þegar komin í hrókasamræður við vinkonu sína sem er að fylla á goskælinn. Hún klárar samtalið áður en hún rennir kortinu í gegn. Þegar ég bið um kvittunina horfir hún skilningsvana á mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.