Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 45
S va r t h v í t u r r a u n v e r u l e i k i TMM 2014 · 3 45 „Þarna er hann!“ segir hann og rýkur af stað. „Hvert fór hann?“ spyr ég í sakleysi mínu. Það kemur í ljós að tengdapabbi fann vin sinn sem hann sat við hliðina á síðast þegar hann mætti á völlinn og KR vann. Hann mætti einu sinni á völl- inn án þessa vinar og KR tapaði. Það var fyrir þremur árum og þessi mesti KR stuðningsmaður Íslands hafði ekki mætt á KR leik síðan nema vita með vissu að hann ætti laust sæti við hliðina á vini sínum. Pepsídósin er í essinu sínu. Nýfermda afgreiðslustelpan er með nýjar strípur í hárinu. Fólk horfir vongott til himins á meðan það hlustar á Heyr mína bæn og fagnar gífurlega að lagi loknu. Óskar Örn hleypur inn á völlinn með hetjulegt hár sitt og hinn sem ég á að vita nafnið á fiktar í ósýnilega rennilásnum á stuttbuxunum. Allt er eins og það á að vera. Nú get ég farið að fylgjast með áhorfendunum. Ég byrja á því að líta á mitt nánasta umhverfi. Gamli maðurinn við hlið mér er rólegur að súpa á pepsíinu sínu. Maðurinn við hliðina á Stefáni horfir áhyggjufullur á leik- mennina og fiktar í lyklakippunni sinni. Lengra í burtu er maður í fínni útivistarúlpu í áberandi grænum lit. Alltaf gaman að því þegar karlmenn þora að vera í skærum litum. Rétt hjá honum eru menn sem eru klárlega bræður. Þeir eru báðir að tala í einu hvor við annan. Eldri maður gengur eins og mafíósi í gegnum þvöguna og allir víkja. Nokkrir renglulegir strákar þræta góðlátlega um það hver sé besti varnarmaðurinn. Fyrir aftan okkur heyri ég mann þylja tölfræði og síðustu markatölur. Stefán snýr sér við á einum tímapunkti og leiðréttir eina töluna. Gaurinn verður vandræðalegur og vinur hans glottir. Hvar eru allar konurnar? Ég sé stelpuna sem selur pítsuneiðar og aðra ólétta reykja sígarettu hjá ruslatunnunum. Var ég ekki með henni í gaggó? Þarna er stelpa. Þetta er barn. Sex ára? Sjö ára? Ég hef lítið vit á aldri barna. Hún er í allt of þunnum jakka yfir skærgulum stuttermabol. Gallabuxurnar virka heldur ekki mjög hlýjar en hún er þó með húfu á höfðinu. Þarna beygir hún sig niður og tekur upp poppkorn af jörðinni. Hún borðar það. Oj. Hún gengur eftir auglýsingaskiltunum og borðar það sem á leið hennar verður. Nokkur poppkorn af jörðinni, tvær flögur, fleiri poppkorn. Hún er komin fyrir hornið. Á enginn þetta barn? Ég segi Stefáni að ég þurfi að skreppa. Hann muldrar eitthvað um horn- spyrnur. Ég elti barnið og fylgist með því úr fjarlægð. Hvað ef hún fer út á götu og verður fyrir bíl? Stelpan er stoppuð af eldri strák sem hallar sér upp að einu auglýsingaspjaldinu sem aðgreinir áhorfendasvæðið frá leikvell- inum. Hann er kannski níu, tíu ára með langt hárskott niður á bak og rakað í hliðunum. Ég hafði séð hann áður kasta poppi í vin sinn. Hann rífur húfuna af stelpunni og hendir henni yfir auglýsingaspjöldin á völlinn. Húfan endar í blautu grasinu við vallarlínuna. Hvað á ég að gera? Ætti ég að…
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.