Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 48
B j ö r n H a l l d ó r s s o n 48 TMM 2014 · 3 „Maríón er farin,“ sagði röddin á hinum enda línunnar. „Hún fór.“ Jóhann hallaði höfðinu aftur að veggnum þar til hvirfillinn snerti kalda steypuna. „Hvað meinarðu?“ sagði hann. „Hún er farin. Ég kom heim úr vinnunni og hún var farin.“ „Ertu búinn að reyna að hringja í gemsann hennar?“ „Nei. Ef hún vill fara þá er mér sama. Ef hún vill fara, þá getur hún bara farið. Sama er mér.“ Jóhann lokaði augunum. Opnaði þau aftur. Á korktöflunni fyrir ofan skenk inn hékk sundurleitt safn af miðum með hröfluðum símanúmerum, aug lýsinga pésum, póstkortum og nokkrum ljósmyndum. Ljósmyndirnar voru fjöl skyldumyndir, aðallega af Ellu og krökkunum. Þetta voru myndir úr fríum í skemmtigörðum í útlöndum og af sólríkum sandströndum og tjald- ferðum. Það var bara ein mynd af honum á töflunni. Ella hafði fest hana upp með stórri, rauðri teiknibólu. Á myndinni sat hann í hvítum plastgarðstól á veröndinni fyrir framan sumarbústað sem þau höfðu leigt fyrir nokkrum árum. Hann var með krosslagða fætur og hélt á grænni Túborg dós og var að horfa á eitthvað í fjarlægð sem myndavélin náði ekki að fanga. Litirnir á myndinni höfðu dofnað eilítið og voru ljósir og fölir eins og fangað sólarljós. „Hvar ertu?“ spurði hann símtólið. „Á barnum. Á Svaninum,“ sagði rödd bróður hans. „Ég varð bara að komast aðeins út.“ „Ókei,“ sagði Jóhann. „Voruð þið eitthvað að rífast?“ „Nei. Ja, kannski smá. Hún er búin að vera í svo skrítnu skapi undanfarið. Ég kom bara heim og hún var farin.“ „Hvað með dótið hennar?“ „Hvað meinarðu?“ „Dótið hennar. Ef hún er farin frá þér þá hlýtur hún að hafa tekið eitthvað með sér. Ef ekki þá þurfti hún kannski bara aðeins að komast í burt, í smá tíma. Er dótið hennar horfið?“ „Ég veit það ekki. Ég kíkti ekki.“ „Hvernig veistu þá að hún er farin?“ spurði Jóhann og reyndi að hljóma léttur og jákvæður eins og þetta væri kannski allt bara einhver misskiln- ingur. „Kannski skrapp hún út og tafðist eitthvað. Kannski kom eitthvað fyrir.“ „Hún er farin.“ Það var þungi í rödd Bödda og Jóhann sagði ekki meira um málið. Hann hélt símtólinu þétt að eyranu og hugsaði um bróður sinn á meðan hann starði á korktöfluna á veggnum og á myndirnar af fjölskyldunni sinni og þá sérstaklega á myndina af sjálfum sér þar sem hann sat á veröndinni fyrir utan leigubústaðinn, sötraði bjór og fylgdist með því hvernig sólsetrið lýsti upp fjallshlíðina hinum megin í dalnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.