Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 53
E i g i n m a ð u r i n n o g b r ó ð i r h a n s TMM 2014 · 3 53 unum kvöldið eftir. Annað fólk hefði látið það ógert. Ekki Ella. Það var ekki hennar stíll. Henni hugnaðist aldrei þögnin sem umlék bræðurna og alla þeirra fjölskyldu. Hún og hennar fólk talaði um hlutina og reifst hástöfum og sagði allt sem segja þurfti hvert við annað. Jóhann þoldi ekki hvernig fólkið hennar reifst fyrir framan hvern sem var, alltaf um sömu hlutina. Hann sá ekki tilganginn í því að eyða svona miklum hávaða og orku í að velta sér upp úr hlutum sem voru í eðli sínu óbreytanlegir. Engu að síður hafði fokið í hann þegar Ella sagði honum frá samtali hennar og Bödda. Þau rifust heiftarlega það kvöld, öskruðu hvort á annað, óhrædd við að sleppa af sér beislinu þar sem börnin voru í gistingu hjá foreldrum hennar. Kvöldið hafði átt að vera bara þau tvö, með kertum og góðu víni og mat, en Jóhann hafði rokið út í göngutúr. Það var hans venja þegar hann þurfti að ná sér niður. Þegar hann kom aftur var hún búin að opna vínflöskuna og var byrjuð að elda, og orðalaust hóf hann að leggja á borðið og kveikja á kertunum í löngu og mjóu kertastjökunum á borðstofuborðinu. Þau sátu og borðuðu í þögn, unnu smátt og smátt á flöskunni og skiptust á að hella í glas fyrir hvort annað. Að máltíð lokinni lagði hann höndina á mitt borðið, sneri lófanum upp á hvítum dúknum, og hún tók um fingur hans. Hann gat aldrei fundið orðin til að segja henni hve þakklátur hann var fyrir þennan mikla styrk hennar, hvernig hún verndaði hann og börnin fyrir umheiminum. Í rökkrinu í svefnherbergi þeirra lágu þau í rúminu og hann hvíldi höfuðið á brjósti hennar og kúrði þétt upp að henni undir sænginni eins og lítið barn. „Þú ert heppinn að hafa hana,“ sagði Böddi. „Hún er svo sterk. Þið passið svo vel saman.“ „Já, ég veit,“ sagði Jóhann. „Þú og Maríón voruð góð saman, líka,“ sagði hann en Böddi hristi bara hausinn. „Nei, ekki eins og þið. Við höfðum aldrei einu sinni hist almennilega fyrr en viku áður en við giftum okkur. Bara skrifast á, á netinu. Og svo líka talað saman með vefmyndavél.“ Jóhann kinkaði kolli en reyndi að fela forvitni sína. Bróðir hans hafði aldrei talað um hvernig hann og Maríón kynntust og hvað hafði farið þeim á milli fyrir giftinguna. Jóhann hafði aldrei viljað spyrja heldur. Það voru næstum tvö ár síðan Böddi hafði komið við eftir vinnu og hitt á Jóhann einan heima. Ella í leikfimi og krakkarnir í tónlistarskólanum. Hann hafði verið að skila af sér síðbúinni afmælisgjöf handa Jóa, stórum kassa sem reyndist síðar vera stærðarinnar bílabraut sem eflaust hafði kostað sitt, og á meðan þeir sátu við eldhúsborðið með kaffi hafði hann skyndilega látið Jóhann vita af því að hann ætti kærustu sem hann hefði hitt á netinu og að hann ætlaði að fara í heimsókn til hennar til Manilla á Filippseyjum. Jóhann hafði varla vitað hvað hann ætti að segja og hafði sopið á kaffinu og sagt „Jahérna“ og svo óskað bróður sínum til hamingju. Þegar Böddi kom aftur mánuði seinna var hann búinn að gifta sig. Á Filippseyjum. Þau höfðu verið tvístígandi fyrst, hann og Ella. Óviss um hver væri að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.