Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 57
E i g i n m a ð u r i n n o g b r ó ð i r h a n s TMM 2014 · 3 57 þeim hugsunum viljandi frá sér. Í staðinn reyndi hann að hugsa um Bödda og um þá mörgu smáu ósigra sem Böddi hafði upplifað í sínu lífi. Hvernig honum hafði aldrei tekist að finna þá hluti í lífinu sem honum hafði verið kennt að meta sem barn. Eins og svo oft áður var hans varla þörf í samtalinu. Á meðan Böddi talaði kinkaði hann kolli og játti þegar við átti. Ísskápshurðin á bak við Bödda var þakin í miðum og bæklingum og ljósmyndum sem var haldið uppi með skrautlegum ísskápsseglum. Hvorki Maríón né Böddi voru á neinni myndinni. Þær hlutu að hafa verið sendar í pósti frá ættingjum hennar heima á Filippseyjum. Það voru myndir af nýfæddum börnum í skírnar- kjólum og litlum krökkum í samkvæmisklæðum sem héldust í hendur. Það voru líka myndir sem höfðu verið teknar í brúðkaupum eða einhverjum slíkum viðburðum, þar sem karlarnir voru í stífpressuðum hvítum skyrtum og konurnar í litríkum hátíðarklæðnaði, skreyttum flóknum útsaumuðum munstrum í gylltum þræði. Þau brostu í átt að myndavélinni, brosin glaðvær og frjáls. Opinmynnt eins og ljósaugað hefði kiprast saman rétt í því að þau voru að skella upp úr. „Ég hélt að þú hefðir sagt að allt dótið hennar væri farið,“ sagði hann. Böddi var búinn með söguna sína og sat þögull með báðar hendur um hálftóman kaffibollann. „Ha?“ sagði hann. Það var erfitt fyrir Jóhann að endurtaka spurninguna sem hafði fallið svo skyndilega af vörum hans að hann hafði varla áttað sig á að hann væri að tala upphátt. Nú endurtók hann sig stamandi og muldrandi. „Dótið hennar. Ég hélt að þú hefðir sagt að hún hefði tekið allt dótið sitt. Í gær þegar ég talaði við þig í símann.“ „Það er eitthvað af dóti farið.“ „Skildi hún eftir allar fjölskyldumyndirnar sínar?“ Böddi starði á hann. Andlitið sem hafði verið svo opið og glaðleitt á meðan hann sagði söguna af sér og Maríón lokaðist alveg. „Líklega ætlar hún að senda eftir dótinu sínu seinna eða eitthvað,“ sagði Jóhann, hjálparlaus í þögninni sem stafaði af Bödda. „Er það ekki?“ Böddi kinkaði kolli, hægt. „Jú, ætli það ekki.“ Eitthvað hafði breyst í litla eldhúsinu. Það var að verða dimmt úti og skugg arnir á eldhússkápunum höfðu sameinast grámyglulegri dimmunni. Jóhann saup aftur á kaffinu en það var orðið kalt. Hann kláraði engu að síður úr bollanum og lét ekki á neinu bera. „Jæja, ég þarf víst að fara að drífa mig,“ sagði hann. „Gaman að þú gast kíkt í heimsókn,“ sagði Böddi. Þeir stóðu báðir upp og föðmuðust klunnalega við borðsendann. Þegar þeir losuðu takið forðuðust þeir að horfast í augu. Böddi fylgdi honum til dyra. Jóhann þræddi á sig jakkann og vafði trefli um hálsinn. Hann hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.