Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 59
TMM 2014 · 3 59 Einar Leif Nielsen Aldur Pálína dró djúpt andann og manaði sig upp í að halda af stað. Hún læsti bílnum og gekk yfir bílastæðið í átt að ómáluðu kassalaga húsi. Byggingin gnæfði yfir umhverfið. Steypt hafði verið fyrir alla glugga og járnskáli reistur framan við innganginn. Ekki hefði þurft mikið til að gera húsið vinalegra en ríkisstyrkirnir voru ekki til þess. Þeir voru einungis notaðir í innviðina. Grátlegt var að horfa á fallega garðinn í kringum þessa gráu byggingu. Sér- staklega á svona sólríkum degi þegar sumarið skartaði sínu fegursta. Léttur andvari strauk andlit hennar en með honum barst lykt af gróðri. Tré geisluðu af lífi og blómstruðu í öllum regnbogans litum. Fótatak Pálínu bergmálaði á malbikinu. Enginn annar var á ferli. Það var of hættulegt fyrir vistmenn hússins að njóta útiverunnar. Fyrir hvern hafði þetta svæði þá verið gert upp? Hafði einhver stjórnmálamaður þurft að friða samviskuna? Fáir lögðu leið sína að þessari stofnun því þar leið öllum illa. Einstaka sérvitringur eins og Pálína kom þó reglulega í heimsókn. Hún virtist vera sú eina þennan dag. Hin gestabílastæðin voru öll tóm. Einhvern tímann hafði byggingin verið falleg en nú var öldin önnur. Spennistöð við norðurenda hennar gaf frá sér lágt suð. Næstum alls staðar á Reykjavíkursvæðinu var hægt að sjá borgina en ekki þarna. Einhver skipulagssérfræðingur hafði ákveðið að þetta hús ætti að fela og aðrir höfðu verið því fegnir. Spegilmynd Pálínu tók á móti henni á glerhurð járnskálans. Hún hafði tekið hárið í snúð og klætt sig í einlita dragt og hvíta kápu. Fyrir mörgum árum síðan hafði hún þurft að mæta svona daglega til vinnu. Sá frami hafði ekki staðið lengi enda auðvelt að finna eitthvað áhugaverðara að gera. Á þessum tíma var það algengt. Lífið var of stutt fyrir leiðinleg störf. Þó var enn til fólk sem eyddi allri ævinni innan sömu atvinnugreinar. Pálínu fannst það vera sóun. Áður fyrr hafði það verið skiljanlegt en núna var það bara sorglegt. Hófsami klæðnaðurinn var fyrir Palla afa, sem fengi ekki einu sinni að sjá fötin. Pálína hafði sig til fyrir hann og ríghélt í þann vana. Því í augum hans var hún ávallt litla barnið í fjölskyldunni. Hann var að vísu ekki afi hennar en það er erfitt að skilgreina fjölskyldumeðlimi þegar þeim fjölgaði svo hratt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.