Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 60
E i n a r L e i f N i e l s e n 60 TMM 2014 · 3 Fyrir Palla var það meira að segja verra. Hann hafði verið hluti af fyrstu kyn- slóðinni, sem kynntist þessum nýja veruleika. Elliheimilið Hof var skrifað með möttum stöfum á hurðina. Pálína bankaði á glerið. Fyrir innan sá hún Bárð, sem hafði unnið þarna í fjölda ára. Þau þekktust vel og sendu hvort öðru jafnvel jólakort. Vinir hans og samstarfs- félagar kölluðu hann alltaf Badda en ekki Pálína. Bárður hafði reynt að gera hosur sínar grænar fyrir henni en Pálína vildi ekki ýta undir það. Hún hafði vanist athygli karlmanna enda alltaf þótt lagleg kona. Á sínum yngri árum hafði hún jafnvel unnið sem fyrirsæta. Henni hafði þó líkað illa við þann frama og prófað eitthvað annað í staðinn. Dyrnar opnuðust og hún gekk inn. „Góðan daginn,“ sagði hún og brosti. „Hæ, hæ,“ svaraði Bárður. Það lifnaði yfir honum við að sjá Pálínu. Henni fannst það frekar óþægilegt. Hún vildi að hann gæfist upp á þessari barnalegu von sinni um að eitthvað gæti gerst á milli þeirra. „Það er blessuð blíðan,“ sagði hún. Inngangurinn var hvítur og í enda hans var afgreiðsluborð Bárðar. Engum hafði dottið í hug að gera aðstöðuna vistlegri. Framkvæmdastjórinn hafði líklega ekki áhuga á því. Fáir gestir komu í heimsókn og því óþarfi að eyða peningum í þá. Betra var að bæta annan aðbúnað á elliheimilinu. „Já og ég þarf að húka inni í þessu,“ sagði Bárður, sem var einangraður inn í nokkurs konar glerbúri. Röddin varð bjöguð vegna hátalarakerfis, sem hann talaði í gegnum. „Ég gæfi næstum því hvað sem er til að komast héðan. Hvað segirðu um að taka stuttan göngutúr í garðinum.“ „Nei, því miður, ég er á hraðferð en kannski næst,“ sagði Pálína og sá strax eftir því. „Algjörlega. Einhver verður að njóta gróðursins. Ekki gera vistmennirnir það.“ Pálína brosti og gekk að búningsherberginu. „Bið annars að heilsa gamla manninum,“ sagði Bárður og ýtti á takka á tölvu sinni. Pálína kinkaði kolli. Suð heyrðist frá hurðinni, sem gaf til kynna að hún væri ólæst. Pálína fann hvernig Bárður horfði á eftir henni þegar hún gekk inn. Af hverju lagði hún þetta á sig? Ekki var það ánægjan. Palli afi hafði verið henni svo góður í gegnum tíðina og þetta var það minnsta sem hún gat gert í staðinn. Myndi einhver heimsækja Pálínu þegar hún yrði svona gömul? Vonandi yrðu til betri úrræði þá. Fyrir innan var skilrúm úr gleri sem lá þvert fyrir gangveginn. Lykla- borð birtist á honum og hún sló inn fullt nafn: Hallgerður Pálína Þórarins­ dóttir. Henni hafði alltaf verið illa við Hallgerðar nafnið og vildi frekar að fólk notaði ‚Pálína‘. Í hvert sinn sem hún settist aftur á skólabekk vildu kennararnir kalla hana Hallgerði. Hún reyndi að leiðrétta þá en sumir létu ekki segjast. Á glerinu mynduðust útlínur af lófa. Pálína lagði hægri höndina upp að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.