Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 62
E i n a r L e i f N i e l s e n 62 TMM 2014 · 3 „Vinsamlegast klæddu þig,“ sagði röddin. Loftþétt pakkning með fötum var geymd undir vaskinum. Pálína tók filmuna utan af hringnum og lagði hann á gólfið. Síðan klæddi hún sig í bláan samfesting með glærri hettu. Hún fann hvernig efnið lagðist þétt upp að líkamanum. Hettan umlukti höfuðið. Þegar plastið snerti hlífarnar kviknuðu myndir á fletinum sem bjuggu til gerviandlit. Pálína gat blikkað augunum eða hreyft munninn og myndirnar léku það eftir. Hún leit næst- um því út eins og raunveruleg manneskja en alla hlýju vantaði í andlitið. Líkaminn var nú algerlega einangraður og ómögulegt að skaða vistmennina. Pálína beygði sig niður, tók upp hringinn og fól hann í krepptum hnef- anum. Málmurinn þrýstist inn í lófann. Hún gekk út úr skiptiherberginu inn í sal, sem virtist vera kaffistofa starfsmanna. Bárður tók á móti henni og brosti út að eyrum. „Þú ættir að vita hvað ég þarf að ganga í gegnum áður en ég fæ að mæta í vinnuna,“ sagði hann og hló. Þetta var erfiðasti hluti áætlunarinnar. Venjulega sá annar starfsmaður um að leita á gestum en Bárður heimtaði alltaf að sinna henni. Erfitt var að fela nokkuð í þessum þrönga samfestingi. Lítið mál var þó að spila með Bárð. Pálína faldi hringinn á milli tveggja fingra. Með hinni hendinni strauk hún starfsmanninum um vangann og sagði: „Æi, ertu ekki til í að vera fljótur, ég er á hraðferð.“ „Ekkert mál,“ stamaði Bárður. Hún rétti báðar hendur upp í loft. Hann gekk í kringum hana og horfði. Óþægilegt var að finna augnaráðið skima um líkamann. „Ég sé ekkert,“ sagði hann eftir nokkra stund. „Þú mátt halda áfram.“ „Takk,“ sagði hún og gekk inn á elliheimilið. Bárður hafði ekki einu sinni litið á hendur hennar. Handan kaffistofunnar tók við langur hvítur gangur. Gólf og veggir runnu saman í einn flöt, sem var flekklaus og spegilsléttur. Sjónvarpsskjáir, sem voru með reglulegu millibili, sýndu myndir af garðinum í kringum elliheimilið. Þeir áttu að minna á glugga en truflanir í upptökunni drápu persónuleika náttúrunnar. Starfsfólkið reyndi að fela sig fyrir vistmönnum elliheimilisins með því að pukrast í herbergjum þar sem enginn komst að þeim. Þau hættu sér einungis fram ef tölvukerfið sagði að það væri nauðsynlegt. Þetta hafði ekki alltaf verið svona. Þórarinn, faðir Pálínu, hafði sagt henni frá fortíðinni, þegar starfsfólkið reyndi sitt besta til að gera líf gamla fólksins bærilegra. Þá voru sjúkdómar enn algengir og í flestum tilfellum um sjúklinga að ræða. Ekki var hægt að kalla vistmenn nútímans það enda var enginn í húsinu veikur. Hægt var að lækna flest nú til dags. Þó voru til aðstæður þar sem sóttir gátu leitt til dauða. Sérstaklega ef fólk var mjög full- orðið. Fyrsta manneskja sem Pálína sá var gömul kona. Hún var áföst við göngu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.