Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 73
TMM 2014 · 3 73 Bryndís Emilsdóttir Frestur Grótta Ég beið kaldsveittur í bílnum mínum á bílastæðinu úti við Gróttu. Par gekk framhjá með tvo hunda í bandi. Þau áttu í fjörugum samræðum og hlógu af og til. Ég fann til öfundar vegna sambands þeirra, leit því af þeim, einblíndi á stýrið, mælaborðið, strauk ósýnilegt ryk af með fingri. Helvítis klúður allt saman. Sólin var að setjast og litaði himininn rauðan. Hafið var djúpblátt og dimmar öldur báru svarta skugga að landi. Ég horfði á sjónarspil náttúr- unnar, allt þetta litaspil í svartri lygi veruleikans. Í kvöld myndi ég kaupa mér frest. Hversu langan vissi ég ekki. Það var bankað á bílrúðuna farþegamegin. Ég sá að hann var kominn og ýtti á takkann til að opna. Hann leit út eins og hver annar skokkari og kannski var hann það í raun. Hann opnaði dyrnar og vatt sér inn í bílinn. „Ertu með peningana?“ var það fyrsta sem hann sagði. Ég rétti honum umslag sem hann stakk inná sig án þess að opna það. „Ætlarðu ekki að telja þá?“ spurði ég. „Hefðirðu þorað að koma með of lítið?“ Ég svaraði ekki, en vissi að ég hefði ekki þorað því. Ég skoðaði hann aðeins nánar án þess að mikið bæri á. Hann var með derhúfu merkta olíu- félagi á snöggklipptu höfðinu. Stór augu og beint, fallegt nef. Silfurlitaður hringur var í því eyra sem sneri að mér. Hann var klæddur í hlaupabuxur og vindjakka og myndi eftir örskamma stund fara út úr bílnum og halda áfram að skokka. Og engum myndi detta í hug að tengja hann við neitt óheiðarlegt. Vitinn, bláleitur í kvöldhúminu, glotti til mín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.