Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 75
F r e s t u r TMM 2014 · 3 75 Hótel Ég sá Evu niðri í móttökunni. Hún var að ræða við einhvern náunga. Hann var stór og mikill, snöggklipptur með frítt andlit. Á einhvern hátt fannst mér samt að jakkaföt hæfðu honum ekki. Þessi maður ætti að vera í leðurjakka og gallabuxum. Það fór í taugarnar á mér að hún skyldi leggja lag sitt við slíka manngerð. Hún var jafn glæsileg og venjulega. Svartur kjóllinn féll þétt að líkama hennar, ljóst hárið laust við vangana. Rauðlakkaðar neglurnar voru langar og vel snyrtar. Augun hafði hún málað með lítt áberandi skálínum svo hún líktist einhverju kattardýri. Við höfðum mælt okkur mót. Hún kvaddi náungann og gekk í áttina til mín. Heilsaði mér með kossi. „Drífum við okkur ekki upp?“ sagði ég og sýndi henni lyklana. Ég vildi koma henni sem fyrst úr augsýn þessa manns, og annarra. Hún tók við lyklunum, leit á herbergisnúmerið og rétti mér þá aftur með fallegu brosi. „Bjóddu mér uppá glas á barnum fyrst. Ég gæti þegið sætan martini.“ Ég sá hana ræða aftur við náungann á meðan ég náði í drykkina. Eiginlega var ég orðinn hálf pirraður, fannst þetta skemma stemminguna. Ég jafnaði mig samt uppi á herbergi nokkru síðar þar sem við áttum saman líflegt síðdegi. Við kvöddumst við dyrnar og ég opnaði fram á gang. Við þröskuldinn lá brúnt umslag. Hún beygði sig niður eftir því og rétti mér, brosti um leið svo ég sá glitta í hvassar augntennurnar. Skyndilega fannst mér ég vera á fresti sem fljótlega rynni út.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.