Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Page 85
TMM 2014 · 3 85 Fjalar Sigurðarson Hinn réttsýni foringi Það rignir. Dúfan breiðir vængi sína hljóðlega út Það var orðið áliðið og skuggarnir komu sér gætilega fyrir í hverju skúma- skoti stofunnar. Choe hafði kveikt á fátæklegum kertisstubb til að klára síðustu setningarnar svo honum væri ekkert að vanbúnaði við birtingu næsta morgun. Kertið ósaði og það kom stækja af því svo hann opnaði rifu á glugga sem næstur var skrifborðinu. Svalt vetrarloftið bar með sér daun af kolareyk og brenndum við. Í fallegri bókahillu, haglega smíðaðri af föður Choe, sátu fjársjóðir hans vel með farnir; öll átta bindin af endurminningum Foringjans ásamt ljóðabókum sem hann hafði fengið þann dýrðlega heiður að semja og gefa Foringjanum, hinum góða og miskunnsama, þegar hann og Jong bjuggu í Pyongyang. Á veggnum við hliðina á bókahillunni var svo mynd af hinum mikla Foringja með syni sínum. Guðdómleiki þeirra var nánast lamandi. Hann þurfti að sýna honum í verki að hann væri ástar hans verðugur með þrautseigju og útsjónarsemi. Núna vantaði aðeins nokkrar línur upp á ljóðið og þá yrði Kim birgðastjóri vonandi ánægður. Hann gæti jafnvel greitt fyrir því að þau fengju auka matarskammt við næstu úthlutun í birgðastöðinni. Hann hafði oft samið fagrar ljóðlínur fyrir Kim sem launaði honum stundum greiðann. Kim var veikur fyrir fallegum konum og notaði ljóðin til að mýkja jarðveginn áður en hann lagði þær konur sem urðu á hans vegi. Hann var veikgeðja. Þegar kom að úthlutun og Choe sótti matarskammta fjölskyldunnar þá lagði Kim oft inn hjá honum nýja ljóðapöntun. Það var vissara að hafa Kim á sínu bandi og nú var komið að því að leita á hans náðir ef börnin áttu ekki að svelta. Moon og Park sátu saman í hnipri í hrörlegum stofusófanum og þuldu í hálfum hljóðum upp úr ungdómsriti alþýðunnar. Teppin sem þau vöfðu um sig héldu varla á þeim hita en voru það eina sem þau höfðu fyrir utan fata garma sem blöktu utan á þeim öllu jafna. Af tvennu illu var kuldinn þó sennilega skárri en hungrið og sem betur fór höfðu þau fengið matar- skammta móður sinnar undanfarna daga. Choe horfði á börnin sín döprum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.