Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Side 86
F j a l a r S i g u r ð a r s o n 86 TMM 2014 · 3 þreyttum augum. Hann var stoltari af þeim en orð fengu lýst. Bara að móðir þeirra gæti séð þau núna. Nýr snjór hafði fallið um nóttina og klæddi hjarnið þannig að allir slóðar voru horfnir. Ferðalag á hjóli inn í þorpið yrði ekki auðvelt. Choe hafði kveikt upp í arninum með örfáum viðarkubbum svo að börnin gætu haft smá yl yfir daginn á meðan hann var í burtu. Á lítið borð í eldhúsinu hafði hann sett tvær skálar með hrísgraut ásamt hluta úr gulrófu í hvora skál. Allur annar matur var uppurinn svo hann varð að láta sér nægja afganginn af gulrófunni. Það var allur hans matur fyrir daginn. Ef Kim líkaði ljóðið hans þá gæti hann tryggt þeim nægilegan mat fram að næstu skömmtun. Á síðustu vikum höfðu skammtarnir minnkað það mikið að þeir dugðu ekki lengur út vikuna. Þau voru alltaf svöng. Hann og Jong höfðu sjálf sparað við sig mat eins og mögulegt var svo að börnin syltu ekki. Að þeim degi kom þó að þau gátu ekki meir. Ef börnin áttu að lifa varð annað þeirra að fara. Ef Kim vissi ekki að það vantaði einn fjölskyldumeðlim þá gætu þau tekið við skömmtum fyrir þau öll og tryggt að börnin hefðu nægan mat. Úr varð einn daginn að þau sögðu börnunum að móðir þeirra ætlaði að fara til höfuðborgarinnar, þá um kvöldið, því hún hefði fengið mjög mikilvægt verkefni hjá syni foringjans sem myndi tryggja þeim meiri mat. Um kvöldið hjóluðu þau í átt að þorpinu, svo börnin grunaði ekki neitt misjafnt. Þegar þau voru komin vel í hvarf þá beygðu þau út af hjólaslóðanum og inn á stíginn sem lá inn í skóglendið. Þau höfðu undirbúið þetta vandlega og valið staðinn vel. Þau voru búin að ákveða hvort þeirra færi. Hann hafði meiri líkur á því að draga fram lífsbjörg fyrir börnin því hún var orðin blind á öðru auga og sá illa með hinu. Ský á augasteini sögðu læknarnir í þorpinu og ástæðan var víst langvarandi van- næring. Þeir gátu ekkert gert, höfðu engin tæki. Þegar kveðjustundin kom, þá voru þau hljóð. Þau höfðu sagt allt sem segja þurfti. Hún var klædd í sín skástu föt og sína bestu skó sem mörgum sinnum höfðu verið bættir en litu samt út sem nýir. Þau horfðust í augu, djúpt og lengi. Sorg og einmanaleiki bærðist innra með Choe. Jong, æskuástin hans og móðir barnanna þeirra, hafði aldrei verið fallegri en akkúrat núna. Hún rauf augnsambandið og sneri sér rólega við. Þó tárin rynnu niður vanga hennar þá passaði hún sig á að láta hann ekki heyra neinn grát. Hún féll á kné. Choe tók utan um háls hennar með báðum höndum og klemmdi þær saman af öllu afli. Hún streittist ekki á móti. Líflaus líkami hennar féll að lokum niður í grunna gröf sem þau höfðu bæði unnið að nokkrum dögum áður. Þau höfðu gert það sem þau gátu með eina skóflu og frosna jörð. Hann dysjaði hana eins vel og hann gat, stóð hjá og grét lengi áður en hann sneri aftur heim til barnanna. Þarna áttu þau meiri möguleika á lífi en hungurdauða en það hafði ekki enst lengi. Nú varð hann að treysta á Kim. Choe kvaddi börnin og bað þau að hleypa engum inn sem þau þekktu ekki. Þau höfðu ekki mikið annað fyrir stafni en að lesa bækur sem For-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.