Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Síða 92
92 TMM 2014 · 3 Æsa Strand Þrjár sögur 101 Hann stendur í berangurslegri stofunni innan um slitin húsgögn. Hann lokar augunum. Hann ímyndar sér gula veggi, fallegar fjölskyldumyndir. Heyrir glaðlegan söng innan úr eldhúsi, lágróma rödd sem hikar á háu nótunum. Hann finnur heimilislega lykt af kaffi og píputóbaki, af kartöflum sem sjóða í potti og fiski sem bíður á eldhúsbekk, ferskur og hvítur. Úti í garði eru börn að leik, hlæjandi og skríkjandi. Bolti dúndrast í húsvegginn. Köttur strýkst við fæturna. Inni á baði rennur heitt vatn í karið, gufan smýgur um íbúðina, rök og ilmandi af sítrónu. Einhver segir – Hann opnar augun og stendur einn í kaldri þögninni. Það eru gloppur í minninu. Sumar aðeins augnablik en flestar spanna vikur og mánuði, jafnvel ár og áratugi. Systir hans segir: „Þú varst alltaf svo afundinn.“ Hann man eftir henni agnarsmárri, svo sjö ára, svo fimmtán ára á leið á skólaball. Man myndbrot og ljósmyndir en engin orð, hvað þá afundin. Móðir hans heldur því fram að hann hafi verið yndislega ljúft barn. „Besti sonur sem móðir gæti óskað sér.“ Hann þykist trúa henni, þó ekkert staðfesti orð hennar. Hann spyr og spyr en sama hverju þau svara er ekkert sem útskýrir af hverju honum líður líkt og engum sé treystandi. „Fólskuleg árás um hábjartan dag,“ var fyrirsögnin í blöðunum. Þeir sem lásu fréttina hristu höfuðið og dæstu yfir ástandinu í miðbæ Reykjavíkur, gleymdu henni svo um leið og þeir flettu yfir á næstu síðu. Hvergi var sagt frá margra mánaða endurhæfingu, frá sársaukanum og vonleysinu, mar- tröðunum og endalausum höfuðverk. Frá reiðiköstum sem enduðu oftast í dimmu djúpi sjálfsvorkunnar og biturleika. Frá minningum sem voru horfnar og lífi sem yrði aldrei aftur samt. „Málið er til rannsóknar hjá lög- reglu,“ var klykkt út með í lokin og fleiri urðu þau orð ekki. Enda lítið hægt að rannsaka þegar eina vitnið hefur öllu gleymt. Hann kemur auga á mann í Bónus og það er eitthvað, eitthvað … Hann snýst á hæl og gengur út, skilur eftir körfuna sína með brauði og pasta og sjampóinu sem hann er víst vanur að nota. Hjartað hamast í brjóstinu, hann sundlar. Hann sest inn í bíl og berst við að ná andanum. Þetta er hann, þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.